Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.07.1926, Side 33

Skinfaxi - 01.07.1926, Side 33
SKINFAXI 81 sem neytt liei'ir tóbaks, náð beslu einkunn. Dr. Fiske, yfirkennari við Northwestern-báskólann í Bandaríkj. unum, gengur svo langt að leyfa engum námsmanni að taka þátt í náminu >ar, ef liann reykir sígaretlur. Ástæðan, sem hann ber fyrir sig er sú, að enginn náms- maður, sem hefir reykt þær, bafi getað náð góðri einkunn. Forstöðumaður fyrir stórum gagnfræðaskóla í Bandaríkjunum segir: „Reynsla vor, sem höfum liaft yfir fimtíu þúsundir ungmenna undir höndum, er þessi: Sígaretturnar veikja taugakerfið og eyðileggja það, kippa úr likamsþroskanum og hefta bæði likamlegar og andlegar framfarir. Af þessum ástæðum neitum vér nú öllum tóbaksneytendum um aðgöngu að skólanum.“ Og það er ekki eingöngu við háskólana og menta- stofnanirnar að sígarettureykingar eru farnar að verða þrándur í götu margra manna. 1 ýmsum rikjum og stórbæjum Bandaríkjanna liafa kaupmenn, bæði smærri og stærri, tekið sig saman um að veita engum manni atvinnu, sein reykti sígarettur. Formaður Lindell strætisbrautafélagsins í St. Louis segir: „Hvernig svo sem á stendur, veitir félagið engum manni atvinnu, sem reykir sígarettur. peim, sem reykir þær, er ekki fremur trúandi fyrir strætisvagninum en drykkjumanninum. Hann er jafnvel enn hættulegri, því taugar bans geta bilað alt í einu að óvörum og algerlega fyrirvaralaust.“ E. H. Harriman, formaður Union Pacific járnbraut- arfélagsins, segir: „Vér mættum alveg eins vel taka í þjónustu vora á járnbrautarvögnunum menn af geð- veikra-spitölunum, eins og að veita þeim atvinnu, sem i-eykja sígarettur.“ Ýms önnur járnbrautarfélög harð- banna verkamönnum sínum að reykja þær. Sigarettu-reykfúgar hafa mjög veikjandi áhrif á melt- ingarfærin. Matarlystin minkar smátt og smátt, jafn- framt því, sem löngunin í að reykja meira og meira af sígarettunum vex, og svo fer að lokum, að neytend-

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.