Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1926, Síða 35

Skinfaxi - 01.07.1926, Síða 35
SKINFAXI 83 i huga mér, að við sjálft lá, að eg hrópaði upp, í gildaskálanum: „Skyr“. En hér fæst líka norsk súr- mjólk, og hún er f>ó alt af skyld skyrinu; en mikill er þó munurinn. Islenska skyrið ætti það skilið, að vera víðar á borðum en aðeins hér heima. Fjöldi gesta var hér saman kominn. Utan við hús- ið stóðu skíði upp úr snjónum eins og þéttur skógur. Engin íþrótt er jafn sérkennileg fyrir Norðmenn, sem skíðaíþróttin. peir eru svo samgrónir skíðunum, að þeir elta snjóinn, eftir þvi sem hann leysir, og leggja þau ekki til hliðar fyrr en þeir standa á auðri jörð. Mest er það bæjarfólk, sem notar leyfi sín á þennan hátt, sér til hressingar og heilsubótar. Víða á þessari leið er bygt yfir braulina þar, sem húist er við stærstu snjódyngjunum. Á öðrum stöðum eru skíðgarðar reistir til varnar snjónum inn á brautina. Snjóbirtan er svo mikil, að vér fáum glýju í augun við að horfa út um vagngluggann. Alt í einu er oss kippt inn í kolsvartan rangliala. Aftur sama birtan, og enn dimm göng. — Á Björgvinjarbrautinni eru göngin talin vera alls 35 km. löng; þau lengstu um 7% km. paS væri syfjuð sál, sem ekki gæti haldið sér vakandi í fyrsta skifti er farið er með járnbrautarlestinni milli Osióar og Björgvinjar. Einlæg tilbreytni: Margskonar mikilleiki náttúrunnar og aðdáunarverð atorka manns- handarinnar. þegar kemur austur yfir aðal-fjallgarð- inn, tekur við Hallingdalurinn. Hann virðist gróðursæll. Mikill skógur, þokkaleg hændabýli, akrar og engi. — pannig er viða austan fjalls í Noregi. Til Oslóar var komið kl. IOV2 um kveldið. Var tekið á móti oss á stöðinni. par á meðal var Vilhjálmur Finsen, hlaðamaður, og sonur hans. Var oss þegar fylgt til „Hotel Bondeheimen“, sem ungmennafélagið í Osló á mikinn hluta í; er það stórt gistihús og ágætt, við eina aðalgötu borgarinnar. parna áttum vér að gista, meðan vér dvöldum í Osló.

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.