Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.07.1926, Qupperneq 36

Skinfaxi - 01.07.1926, Qupperneq 36
84 SKINFAXI Hér komu lil móts við oss Christensen, kennari, og Breidsvold, blaðamaður. Höfðu þeir verið í fiokki þeirra fimm norsku u'ngmennaf,jel. sem komu til íslands 1924. j?eir voru mjög alúðlegir. Sunnudaginn 7. júní var sólskin og veður fagurt. Hafði ungmennafélagið efnt til veglegs íþróttamóts á Bislet-íþróttavelli. Yar skemtiskráin fjölbreytt, og voru þar landskunnir iþióttamenn þátttakendur. Á und- an sýningunum var haldin ræða fyrir glímumönnun- um og leikið „Eldgamla ísafold“. í skrúðgöngunni inn á völlinn gengum vér Islend- ingarnir fremstir, undir fána vorum. Lautinant O. Hel- set stjórnaði skrúðgöngunni. Á miðjum vellinum nam fylkingin staðar og gelck merkisberinn fram og heils- aði með fánanum. Dundi þá við lófatak áhorfendanna. Glíman fór vel fram, og dáðust menn að snarleik og fimi, sem bjó i þeirri íþrótt. Fjöldi ljósmyndara var þar á sveimi, lil að taka myndir af glímunni. Yér bjuggumst við þvi, að hér kæmi fram á völlinn ein- hver norskur bergrisi, til þess að þreyta fang .við oss. Svo liafði verið auglýst i dagblöðunum, að íslensku glimumennirnir skoruðu á hvern, sem væri, að ]?reyla glimu við sig, og teldist sá vinna sigur, sem staðið gæti i eina mínútu. Bauðst enginn til þessa. Sumir höfðu orð á því, að það væri all-harkalegt í glimunni, að mega eiga von á því, að vera hent úr háa lofti i bcrt gólfið. 1 pennan dag var knattspyrnukappleikur milli Finn- lendinga og Norðmanna, og dró það mjög úr aðsólcn- inni á Bislet. Um kveldið var oss lialdið samsæti i liátíðasal liá- skólans, veglegasta salnum í Osló. Var það ungmenna- fél., sem gekst fyrir því. Voru þar fluttar ræður. Rolf Tommessen, ritstjóri „Tidens Tegn“ og formaður „Nor- ræna félagsins“ í Osló, iiélt snjalla ræðu, og mintist á samvinnu milli ríkjanna; ekki i stjórnarfarslegu til- liti ,heldur hefðu þjóðirnar mikið að læra hvor af ann-

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.