Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1926, Síða 40

Skinfaxi - 01.07.1926, Síða 40
88 SKINí'AXI erlendri árás. parna er mikill pappírs og trjávöru- iðnaöur. Næsta dag var iialdin glímusýning í Friðriksstað. 13. júní fórum vér til Holten, með lestinni um Moss. Hittum vér þar Jón og Viggó. Voru þeir á batavegi, en máttu þó ekki fylgjast með oss. — í Horlen var oss vel fagnað. Er þar heræfingasvæði og flugstaður. Var oss fylgt þangað. Einn flugbátur lá fyrir festum úti á vanginum, og var oss sagt, að f jórir af oss gætu íengið að fljúga, en ekki nema tveir í senn, því að báturinn var litill. Eg og Jóh. þorláksson stigum fyrstir i flug- bátinn. Áður en flugið bófst, vorum við færðir i þykk vesti, kuldahúfur settar á höfuðin og stórar blífar hafð- ar fyrir augunum. Eftir skamma stund var báturinn kominn af stað. Fyrst þaut hann áfram eftir yfirborði vatnsins, eins og önd, sem er að hefja sig til flugs af sundi. Alt í einu berti báturinn skriðinn og við vorum bornir af breiðum vængjum liátt móti sól. Við bárumst yfir skógivaxið nes. Hávaxinn greniskógurinn leit út sem smávaxinn kjarrviður. Húsin í bænum voru sem barnaleikföng á stóru, afmörkuðu svæði og mennirnir, sem sáust þar, voru sem iðandi maurar. Alt var smá- vaxið frá þessari sjónarhæð, en þó var viðsýnið mikið og dásamlegt. pað er næsta eðlilegt, þó að mennirnir hafi litið mjög til fuglanna í loftinu og öfundað þá af vængjatakinu. — Okkur langaði til þess að fljúga lengi, en eftir rúman stundarfjórðung settist báturinn á vík- ina og við vorum orðnir sem fyr, jarðbundnir vesaling- ar. — Seinna um daginn fór fram glímusýning. Sunnudaginn 14. júní var mikil samkoma í Sande- f jord og var oss boðið þangað til að sýna islenska glímu. pegar til mótsins kom, var þar nýsleginn grasvöllur, sem átti að nota sem glímuvöll. Vorum vér allir óánægð- ir yfir þessum undirbúningi, en þó varð af sýningunni og tókst hún sæmilega. Að samkomunni lokinni sátum yér mikinn veislufagnað. Var þar mest skemt með þjóð-

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.