Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.07.1926, Side 41

Skinfaxi - 01.07.1926, Side 41
SKINFAXI 89 dönsum og ræðuhöldum. Daginn eftir var farið til Not- odda á pelamörk. Er það ungur bær, sem liér licfir vaxið út frá trjávöruverksmiðjum. Ekki langt frá Notodda er Hítradals stafkirkja. Er hún einkennileg, öll hygð úr tré og er talin nálægt 600 ára gömul. Er til þjóðsaga um þessa kirkju, sem minnir mjög á islensku þjóðsöguna „Kirkjusmiðurinn á Reyni“. Norsku stafkirkjurnar eru taldar einkennilegustu byggingar á Norðurlöndum. þriðjudaginn 16. júní var farið með lestinni áleiðis til Rjúkans. Rjúkansbrautin var lögð árið 1909, mest vegna virkjunar Rjúkansfossins. Var henni seinna breytt í raf- magnsbraut. Lengd brautarinnar er 16 km. og kostaði liún nálega 5% milj. kr. og er nú eign ríkisins. Yfirleitt virðist þokkalegra að ferðast með rafvögn- um en eimlest. A pelamörkinni er mikið skóglendi. í Finndalselfinni voru hingað og þangað stórir trjáflotar, sem voru á leið til verksmiðjanna. Rjúkanbrautin cr slitin i sundur af vatninu Finnsjöen. Eftir því gengur ferja. Er það hrika- legt skip og er letrað stórum stöfum á það „Leydro“. Ferjan er fremur óvistleg. þegar vatninu sleppir, er ekki nema Yo klst ferð með brautinni til Rjúkan. Leiðin liggur eftir þröngum dal og eru býli á strjálingi utan í fjallshlíðunum beggja vegna. Á Rjúkan var tekið á móti oss með mestu gestrisni. Er vér höfðum snætt þar á veitingahúsi, var ekið með oss í bil til „Sportshytten“, er það hús íþróttafélaganna þar í bænum. Ilúsið stendur hátt uppi í fjallshlíð, austanverðu dalsins. Vegurinn þangað upp liggur fast við árgljúfrið, þar sem Rjúkan rikti í sínum mikilleik og döggvaði grasbrekkurnar, trén og runnana i kring og þegar sólin stafaði geislum sinum yfir dalinn, var sem þarna væri alt þakið sldnandi demöntum. Hér sló hann hörpuna svo að allur dalurinn kvað við. Á bergbrúninni, þar sem Rjúkan féll áður, hangir eins og mjór silfurþráður, það er örlítil vatns-

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.