Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.07.1926, Page 43

Skinfaxi - 01.07.1926, Page 43
SKINFAXI 91 éinkum Knut Káse, form. Málíclagsins, sem sá þar um móttökurnar. Næsta dag fór fram glímusýning í Porsgrund. pá var farið til Arendals og einnig þar haldin sýning. 20. júní var farið til Ámli. par var ungmennafélags- mót fyrir Austur-Agðafylkið. Fjöldi fólks var þar sam- an kominn og urðum vér að hafa þar tvær glímusýn- ingar þennan dag. Útisýningar var ekki hægt að hafa, vegna rigningar. Um nóttina fórum vér í bíl til Kristjánssunds, vorum 5 tíma á leiðinni. Að kveldi næsta dags héldum vér sýningu. Var glímt úti á gömlum danspalli. Var hér ill aðstaða. Pallurinn sem glímt var á, virtist hálf-fúinn, mjög ójafn og auk þessa háll, vegna rigningar. þrátt fyrir þetta var ghmt af fullu fjöri og meiddist enginn. Voru margir áhorf- endur. Um kveldið var oss haldið veglegt samsæti, voru þar yfir 400 manns samankomnir. I öðrum enda salsins var r æðustóllinn. Var fáni vor tekinn og breiddur framan á ræðustólinn. Er það var gert, dundi við lófa- tak úr öllum salnum. Allir dáðust að íslenska fánanum og nokkrir sögðu hann fegursta fánann er þeir hefðu séð. Vér hrifumst mjög af þessum viðtökum, þvi fátl er gestinum í framandi landi kærara en þjóðarmerki iians og er hann því næmur á það sem sagt er þvi til lofs eða hnjóðs. — Voru margar ræður fluttar. pá fóru og fram hljómleikar. Að síðustu var slegið upp þre- földum fólkshring og stignir þjóðdansar langt fram á nótt. Að skilnaði tókust allir í hendur og sungu: „Gud signe Norigs land“. 22. júní lá leið vor til Flekkufjarðar. Fengum vér híl lil ferðarinnar. Leið þessi er á að giska 150 km. og er hin fegursta. Flekkufjörður er litill en fremur snot- ur bær og liggur við samnefndan fjörð, sem liðast inn i landið millum granitása. Hér gistum vér um nóttina.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.