Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.07.1926, Page 47

Skinfaxi - 01.07.1926, Page 47
SKINFAXI 95 Fréttir. Skinfaxi. Ritstjóri Skinfaxa hefir or'ðið þess var, að ýmsa furð- ar á því, að rilið hefir ekki komið út í sumar, eða þriðja hvern mánuö, svo sem gert var ráð fyrir á siðasta sam- bandsþingi U. M. F. í. Sambandsstjórn U. M. F. í. rcð þessari breytingu, og kvað svo á, að ritið skyldi ekki koma út nema þrisvar í ár, og það að eins að vetrinum. Stjórnin taldi þetta betur fara, þar eð fundir og umræður um félagsmál fara fram nær því eingöngu á þeim tíma árs. Enda höfðu ýmsir sagt, að sér kæmi það mun ver að ritið kæmi út á sumrin, þar eð þeir væru þá oft fjærri heim- ilum sínum og hefðu bæði vegna fjarveru og mikilla anna litiö tækifæri til að sinna félagsmálum. Lesmál ritsins vei’ður jafnmikið þetta ár og það var í fyrra. Sigurður Greipsson. Sigurður Greipsson, féhirðir U. M. F. í., fer til Dan- merkur næstu daga. Gerir hann ráð fyrir að dveljast þar í vetur við íþróttaskólann í Ollerup. Skóli sá er nú fi’ægastur allra íþróttaskóla á Norðurlöndum og sótt- ur af íþróttamönnum ýmsra landa. — Skamt er á milli utanferða Sigurðar. Tvö síðastliðin vor fór hann í íþi’óttaleiðangur til ixágrannalaiidanna, Nöregs og Dan- merkur, var hann þá í flokkum þeim, sem Jón ]?or- steinsson kennaii stýrði; hefir verið geröur góður róm- ur að ferðum þeirra flokka, svo sem kunnugt er. En hitt er engu síður kunnugt, að Sigurður hefir þótt bei’a mjög af öðrum glímumönnum landsins nú um allnxörg undanfarin ár, enda var Sigurður á harns aldri, er hann tók að leggja mikla alúð við glimur og íþróttaiðkanir og liefir aldrei slegið slöku við þá ment.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.