Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1939, Blaðsíða 65

Skinfaxi - 01.04.1939, Blaðsíða 65
SKINFAXI 65 Emil Ásgeirsson: Haukadalsskólinn. Þegar íþróttaskólinn í Haukadal hatði lokið störfum á þess- um vetri, tók skólastjórinn þar, hinn alkunni íþróttamaður Sigurður Greipsson, sér ferð á hendur með nemöndum sín- um og heimsótti nokkur ungmennafélög i Héraðssambandinu Skarphéðni. Sýndu nemendur Sigurðar þar leikfimi og glím- ur undir stjórn hans. Það hefði verið ósanngjarnt, að gera fyrirfram miklar kröf- ur til leikni og kunnáttu þessara pilta, eftir 3—4 mánaða nám i Haukadal, og vita, að flestir þeirra munu varla hafa séð leikfimi, þegar í skólann kemur. En allir, sem horfðu á iþróttasýningar þeirra Haukdæla, munu viðurkenna, að undravert sé, hve miklum árangri þeir hafa náð á svo skömmum tíma. Og á það einkum við um leikfimina, bæði staðæfingarnar og stökkin. Einna mesta athygli manna mun hafa vakið, hve mikill léttleiki og mýkt var yfir hreyfingum og æfingum piltanna. Og veldur þar mestu um lipurð þeirra, og svo hitt, hvernig Sigurður raðar æfingum sínum niður. Hann fellir þær hverja við aðra, svo að þær renna saman í eina heild, — sterka cn mjúka, — eins og voldugt og þróttmikið ljóð eða lag. Leikfimissýning með þessu móti verður samfelldari og á- hrifameiri, heldur en ef kerfið er hútað í sundur og hver æfing kemur algerlega út af fyrir sig. Um glímuna er sama að segja og um leikfimina. Hún var létt og fjaðurmögnuð, enda glimd meira af forsjá en kappi. En áberandi var það, hve glímumennirnir, svo þaulæfðir, sem þeir þó voru, beittu minna lágbrögðum en hábrögðum. Og yfirleitt virðist svo, sem lágbrögðin séu að hverfa úr glím- unni, nema þá helzt liælkrókurinn. En sé það svo, sem fullt útlit er fyrir, að handvörnin sé að útrýma lágbrögðunum, þá þyrfti að taka til athugunar, hvort ekki væri rétt að breyta gildandi glímureglum i sam- ræmi við það. Tilgangur Sigurðar Greipssonar með þessari för, sem hér er nefnd, mun hafa verið sá, að vekja áhuga ungmennafé- laga á íþróttum og eggja þau til aukins starfs á því sviði. Sigurður hvetur alla til að iðka íþróttir, sjálfs sín vegna, og vegna þeirrar hollustu, sem því fylgir fyrir líkama og sál.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.