Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1940, Blaðsíða 2

Skinfaxi - 01.11.1940, Blaðsíða 2
82 SKINFAXI ráði einir málum sínum öllum, athöfnum sínum heima fyrir og viðhorfi sínu lil umheimsins. Islenzlt menning er ekki vélræn tæknimenning fyrst og fremst, heldur þroskun einstaklingshæfileika og einstaklingseðlis, við rökfasta íliugun i góðu næði og við fjölþætt störf. ís- lenzk lífsskoðun hefir þróazt með lienni og i samræmi við hana. I lífsskoðun Islendinga liggur rik álierzla á rétti einstaklingsins lil að lifa lífi sínu og njóla þess. Að íslenzkri skoðun á hver einstakur maður að njóta fulls og óskoraðs liugsanafrelsis, trúfrelsis, málfrelsis og athafnafrelsis, með þeim einum takmörkunum að slíkt frelsi hans fari ekki í bág við samskonar frelsi annarra manna né gangi á einstaklingsrétt þeirra. En þessar takmarkanir eru Islendingum skilyrðislausar. Þeir viðurkenna ekki, að kraftajötunn liafi rétl til að lcúga litilmagna að líkamsburðum. Þeir virða meira vit en stril — meira drengileg rök en líkamsorku. Þeir harðneita þvi sem ruddalegri fjarstæðu og dýrsleg- um vanþroska, að hnefavald og vopnaheiting eigi að ráða úrslitum mála, hvort sem er milli einstakra manna, flokka eða þjóða. ísleiidingar hafa fulla og óskoraða andstyggð á liernaði og styrjöldum, og á þeirri eyðilegg- ing menningarverðmæta, þeim limlestingum, blóðsút- hellingnm og manndrápum, sem sliku fylgja. í sam- ræmi við þetta hefir þjóðin lýst yfir ævarandi hlutleysi sínu í styrjöldum og fullu vopnleysi. íslenzka þjóðin metur manngildi og mannslíf um allt annað fram. Hún veit ])að, að frelsi, auður, völd, fegurð, munaður — alll það, sem eftir er sólt — hefir aðeins gildi fyrir 1 i f a n d i manninn, og að líf þjóðar er aðeins samnefnari af lífi einstaklinganna, allra en ekki sumra. Lif einstaklingsins er heilagt; það er honum allt, en annað ekkert; ef ])ví er glatað, verður það með engum ráðum bætt. I lífi hvers einstaks manns eru fólgnir möguleikar, sem ekki verður yfir séð né þeir orðum nefndir eða tölum taldir. Só, sem h’f tekur, getur

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.