Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1940, Blaðsíða 9

Skinfaxi - 01.11.1940, Blaðsíða 9
SKINFAXl 89 óllum þeim ráðum, sem vér eigum völ á. Vér verðum að vanda tungu vora í ræðu og riti, og lesa það, sem bezl er á hana ritað, til þess að brynja bana gegn áhrifum af tungu innrásarhersins. Vér eigum að stunda íslenzk fræði oss til sálubótar, kynna oss fortíð þjóðar vorrar, hiáttu liennar og bug, til þess að skilja Iiana betur og elska hana lieitar. Vér skulum lilúa að innlendri fram- leiðslu oss til hagsbóta, stunda íþróttir oss til styrlctar og heilsubótar, en forðast eiturnautnir og allan munað, lil þess að sóa ekki orku vorri frá þeim átökum, sem framundan bíða, né fé voru til ónýtra blula frá nyl- sömum. Neytum allra ráða lil þess að efla ættjarðar- ást, þjóðhollustu og frelsisvilja sjálfra vor og annarrá, ungra og aldinna. Ef oss tekst að halda hugum vorum, skoðunum og þjóðarmetnaði óhernumdum, ættjarðar- ást vorri brennandi og sjálfstæðisvilja vorum óbiluð- um, þá megum vér vera óttalausir um framtíð vora, —■ þá vinnum vér brátt aftur það, sem nú er glatað. Megi jiað verða sem fvrst og greiðast. En víst er um það, að til þess j^arf hver einasti ungmennafélagi hver ein- asti góður íslendingur að viija og vinna I s 1 a n d i a 11 t. ÍSLANDI RÍÐUR Á. Vinnum aS þörfu verki og vörumst óþarft geip. Sá nær um síö á miöiS, er situr fast viö keip. Þung er oft J)jóSarbyröin og Jíjóöin máttarveik. íslandi ríður á, að enginn skerist úr leik. G e s t u r.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.