Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1940, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.11.1940, Blaðsíða 7
SKINFAXI 87 framkomu vora og lífsstefnu við það, að heimta aftur til fulls það, sem glatazt liefir af frelsi voru og sjálf- siæði. Yér megum ekki svo mikið sem liugsa til þess, að koma úr eldraun þeirri, sem nú erum vér í, minna en sjálfstætt riki og engu erlendu valdi háð né tengt. Stjórn Brelaveldis hefir lieitið oss því, að láta her sinn liverfa liéðan til fulls, jafnskjótt og lokið er styrj- öldinni. Heit þetta her oss að taka fullgilt og efalaust, sleppa aldrei sjónar af því og ganga ríkt eftir refja- lausum efndum þess. Jafnframt verðum vér að gæta þess fullkomlega, l)æði sem einstakir íslendingar og sem þjóðarheild, að liafa enga þá veilu í framkomu vorri, er torveldað geti frelsisheimt vora, né léð erlend- um frelsisskerðöndum fangs eða höggstaðar á oss, livort sem hrezkir ern eða annarra þjóða. Vér megum aldrei, einstakir né allir saman, selja sæmd vora og þjóðar- metnað neinu verði, hvorki fé, vingan, veizlukosti, skemmtun né öðrum gæðum. Svo mælti einn sigui'veg- ari fornaldar, að auðsigruð væri hver horg, þar sem asni klyfjaður gulli kæmist inn um borgarhliðið. Víst lciðir hrezka heimsveldið ldyfjaasna með her sínum ekki klyfjaðan gulli að visu, en pundsnótum og papp- irskrónum. Svo er að sjá á ýmsu, að sumir kaupahéðn- ar lands vors líti fullt svo fast á gjaldmiðilsblöð þessi sem á íslenzkan þjóðarmetnað. 1 því liggur ósmá hætta, sem gefa her fullan gaum. Mjög ríður á, að öll framkoma vor í garð hins óvel- komna erlenda setuliðs sé á þá lund, að sæmd vorri og metnaði megi verða með því sem hezt borgið. Vér eig- um að koma prúðmannlega fram og djarfmannlega, en af kulda og algerðu afskiptaleysi í garð hers og her- manna. Oss her að líta á hermennina — alla sem einn og einn sem alla — sem eina heild: innrásarher i landi voru. Vér getum, því miður, ekki lekið tillit til þeirra sem mannlegra einstaklinga, svo sem íslenzku eðli er eiginlegt, né litiö á persónulegar þrautir þeirra. Hver

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.