Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1940, Blaðsíða 38

Skinfaxi - 01.11.1940, Blaðsíða 38
118 SKINFAXI Hfs af úr kreppu þeirri, er nokkrum umf. reiö að fullu um þaö leyti. Áriö 1937 hélt félagiö hátiölegt 30 ára afmæli sitt. Var það hin ánægjulegasta samkoma og sátu hana m. a. nokkr- ir stofnendur félagsins, auk flestra þáverandi félagsmanna. Eftir aö félagið byrjaði 4. tug sinn, má segja, að ný gróandi hafi færzt i félagsstarfiö, og hefir starf þess, aö ég hygg, aldrei verið meira né fjölbreyttara en þetta síð- asta starfsár. Enda er það svo nú, að félagatalan hefir nær tvöfalclazt s.l. tvö ár, og er nú flest ungt fólk sveitarinnar komið í fclagiö. Lengst af hefir lítill hluti unglinga sveit- arinnar veriö í ungmennafélaginu, en nú virðist æskan hafa komiö auga á, aö einmitt ungmennafélagsskapurinn er sá félagsskajmr, sem bezt nær tilgangi sínum í hinum dreiföu byggðum íslenzkra sveita, og að hann á yfir að ráða þeirri fjölbreyfni, að eitthvað verður fyrir alla, aðeins ef æskan er samtaka og vill færa sér árangur íélagssamtakanna i nyt. Félagsstarfið hefir, þetta starfsár sem nú er að líða, í stuttu máli verið á þessa leið: Fundastarfsemi: Haldnir fundir að jafnaði einu sinni í mánuði. Hafa þeir verið ágætlega sóttir. Fundir hefjast með söng. Svo eru rædd ýms mál, ýmist félagsmál, er 'stjórnin leggur fyrir fundi, eða þá málefni, sem framsögu- nefnd kemur með á fundinn (oftast tveir í íramsögunefnd). Eru oft fjörugar umræður, ef góð málefni eru rædd, og er þá stundum „orðið látið ganga", þannig, að allir, sem á fundinum eru, taka til máls, l>á eru oftast tveir félagar, sem lesa upp á hverjum fundi, annað hvort sögu eða kvæði. Á eftir fundum er sungiö, farið í leiki, íþróttir framdar eða dansað. Á þessu ári hóf félagið útgáfu félagsblaðs, sem lesið er u]3]> á hverjum fundi; komu alls 6 tölublöð út s.l. vetur. Fluttu þau sögur, kvæöi, ritgeröir, skrítlur og fleira. íþróttir: Sundnámskeið hélt félagið s.l. vetur í Hvera- gerði; stóð það yfir í hálfa þriðju viku. Þátttakendur 17. Þá tók félagið þátt í sundnámskeiði með Umf. Vöku s.l. vor og var árangur ágætur. Þá hélt félagið glímunámskeið s.l. vetur. Voru þátttak- endur io—15. Kennarar voru Sigurður (iuðjónsson og Stein- dór Gislason. Að námskeiðinu loknu sýndu þátttakendur glímu á tveimur samkomum í samkomuhúsi félagsins að Gaulverjabæ og á einni samkomu, sem félagið hélt í Tryggvaskála í janúar s.l.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.