Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1940, Blaðsíða 22

Skinfaxi - 01.11.1940, Blaðsíða 22
102 SIvINFAXI legur frelsi þjóSarinnar. Nú telja félögin tímabært aS unnið sé að því, að þjóðin taki algerlega í sínar_ hendur stjórn landsins. Vill félagsskapurinn stuSla að því, að sterkt og ákveðið almenningsálit skapist, og tryggi þjóðinni fullkom- ið stjórnarfarslegt írelsi. Með tilliti til ástands þess, sem nú er í heiminum, hvetur félagsskapurinn til fulls hlutleysis, en um leið til eindreg- innar baráttu fyrir menningarlegu og fjárhagslegu sjálf- stæði þjóðarinnar. Verður nú'að gera miklar köfur til hvers Islendings, að hann láti ekki undan síga í þessu máli, vegna iskyggilegs útlits og erfiðleika. Þjóðin verður að taka nú- verandi ástandi karlmannlega, vongóð um sigur sjálfstæðis- málsins í hvívetna. Svo samþ. frá allsherjarnefnd. Þingskjal XIX. í3- þing U.M.F.Í. vill leggja rækt við samstarf og sam- band íslendinga vestan hafs og austan, og beinir því að sambandsstjórn, að hún athugi möguleika fyrir þátttöku U.M.F.Í. í Vestmannadegi og samstarfi við Þjóðræknisfé- lag íslendinga í Vesturheimi. Ennfremur að leita undirtekta sambandsfélaganna um það, að gefa eftir nokkurn hluta þeirra eintaka, er þau hafa rétt til að fá af Skinfaxa, í því augnamiði, að þau verði send Þjóðræknisfélaginu vestra. Sömuleiðis að stuðla að auknum bléfaviðskiptum og send- ingum bóka og blaða vestur um haf. Starfsmálanefnd. Þingskjal XX. 1. 13. þing U.M.F.Í. leggur áherzlu á, að svo fljótt sem fjárhagur leyfir verði ráðinn fastur starfsmaður fyrir sam- bandið og að komið verði upp skrifstoíu í Rvik, er verði miðstöð félagsstarfseminnar í landinu. En meðan svo er ástatt, að fjárhagur samb. leyfir ekki slik útgjöld, felur þingið stjórn samb. að semja við hæfan mann í Rvík um að annast framkvæmdastjórn þess, og heimilar að veita nauðsynlegt fé í því skyni. 2. 13. þing U.M.F.Í. felur stjórn sambandsins: a) Að auka umferðakennslu í íþróttum, söng og leik- list, eftir því sém kostur er. b) Að kynna starfsemi Umf., ennj meira en gert hefir verið, með aðstoð útvarpsins, bæði á baráttudegi samb. og öðrum tímum árs.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.