Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1940, Blaðsíða 29

Skinfaxi - 01.11.1940, Blaðsíða 29
SKINFAXI 109 kannske eins og spor í sandinn, sem hverfur viö næsta öldu- fa.ll, fyrir sjónum einhverra, en fyrir mér og þér eru þær eins og- skrifag blaS, sem alltaf er hægt aö lesa, meöan því er ekki hent í ruslakörfuna. Manstu lítinn svein, óráSinn, hikandi, ósjálfstæSan, er hann kemur í fyrsta sinn og litast um þyrstum, forvitnum unglingsaugum, kannske líkastur því, i byrjun, aö vera staönaöur, bergnummn, heillaöur, — eitthvaö af þéssu þrennu, eöa kannske sitt lítiö af hverju — hver veit? Manstu vaknandi athygli hans, hvernig hún vex og jmoskast, meö hverjum fundi í félaginu lians, hvernig á- huginn vex, framaþráin magnast, sporin skýrast og leiöin upp hliöina smárn saman þokast áfram? Og allt í einu er sveinninn — eöa meyjan — kominn upp á einn hjallann. Þaö er fyrsti sigurinn. En hann er líka dýrmætastur, — for- spjall og eggjan aö öllum sirgum, sem vinnast kunna í félagslífi æskunnar. Og sigrarnir eru í rauninni óteljandi og veröa aldrei skráöir — nema þá á milli línanna í lífs- bók einstaklingsins. Að ni.una þá alla er ekki hægt, að skilja þá alla er ekki hægt, aðeins undirvitunch hirfnæmra sálna finnur áhrif þeirra. Og hver veit, neraa jrað sé ein- mitt bezt ? En hvað sem jrví líður, eitt kemur alltaf og krefur ein- hverrar úrlausnar, ekki sizt á minnisstæðum, spyrjandi tímamótum. Það er orðiö : m a n s t u, spurningin: manstu? minningaleiftrin: manstu! Og hver er sá ungmennafélagi. sem ekki man og minnist rnargs, er hugurinn flýgur til baka og rifjar upp liðnar stundir í hópi vormanna dalsins? Er joá ekki Irjart yfir jreim stundum, er ekki ljómi sól- gullinna æskuheima um þær minningar —■ er ekki sjóður liðinna æskustunda ennþá geymdur einhversstaðar í göml- um fylgsnum, sem opnast eins og meö töfrasprota, ef litiö er urn öxl? Hvert er svar þitt, ungmennafélagi ? Sé það neitun, átt þú enn eftir að njóta og skilja hug- sjónir og innri byggingu vormannsins. Og þá átt þú mikiö eftir —i meira en þú hefir efni á. Andlegt tómlæti æskunn- ar hjá þeim, sem ungir eru aö árum — eða hafa verið ungir — og liafa átt kost á aö kynnast vorheimi ung- mennafélagsskaparins, veröur aldrei bætt með neinu öðru verðmæti. Væri svo unr þig, myndi ákveðið rúm í hug- heimi þínum tómt, ákveðinn hluti af sálrænni sjón þinni blindur. —- Eg vona, að svarið frá öllum félögum „Ólafs

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.