Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1940, Blaðsíða 14

Skinfaxi - 01.11.1940, Blaðsíða 14
94 SKINFAXI kostnaöi, t. d. meö því aö minnka ritiö. Um máliö var nokk- uö rætt og var stungiö upp á aö ritiö kæmi út einu sinni á ári og var stungiö upp á fleiru í sparnaðarskyni. M. a. hélt Guömundur Jónsson því fram, að rétt væri aö gefa Skinfaxa út og selja hann í frjálsri sölu. Málinu var vísaö til starfsmálanefndar. ■—■ Var nú kafíihlé. Aö því loknu var tekiö fyrir: f. Þegnskylduvinna. Flm. Gestur Kristjánsson. Rakti hann sögu málsins frá upphafi og taldi nú sérstaka þörf fram- kvæmda. Var málinu vísaö til allsherjarnefndar. g. Samkomur ungmennafélaga. Flm. Dan. Ág. Ræddi hann um nauðsyn þess, aö félögin heföu skýrari fundar- sköp, svo aö félagarnir læröu ákveönar fundarreglur. Minnt- ist hann á frv. þaö til fundarskapa, er stj. heföi samið og sent fél. á s.l. ári. Taldi hann æskilegt, aö fundarsköp þessi yrðu samþykkt á þinginu. Þá lagði hann áherzlu á, að Umf. sam'ræmdu og vönduðu samningu laga sinna. Þá taldi hann nauösynlegt, að félögin ynnu ötullega að auknu tóbaksbind- indi innan sinna vébanda, t. d. með tóbaksbindindisflokk- um. Þá talaði ræðumaður urn samkomur Umf. Taldi hann, að mjög þyrfti að vanda til þeirra, svo aö þær yröu til menningarauka. Loks las hann upp frv. það til fundar- skapa, er lagt var fyrir þirigið. Nokkrar meiri umræður uröu um máliö,- og var því síðan meö samhlj. atkv. visað til starfsmálanefndar. h. Skógrækt. Flm. Halldór Sigurösson. Hann talaöi fyrst um þá meðferð, sem skógar landsins hafa hlotið, frá því er land byggðist, og hvernig þeir hafa srnám saman eyðzt, vegna illrar meðferðar. Nú væru aðeins eftir fáir skógar- blettir, sem minntu á fortíðina. Hann gat þess, hve þýð- ingarmiklir skógarnir gætu verið, ef að þeim væri hlynnt. Úr þeim rnætti vinna ýmislegt í sambandi við byggingar og fl. Hann ræddi um afskipti hins opinbera af skógrækt- armálunum og að nú í seinni tíð hefði vaknað áhugi, bæði hjá einstaklingum og félögum, að vinna að auknu gengi þeirra. Hvatti ræðumaður menn að leggja hönd á plóginn. Að síðustu minntist hann á skógana í íslenzkum kveðskap, hversu oft skáldin sæktu hin fegurstu yrkisefni þangað. Las hann upp „Bjarkir" Einars Ben. Nokkrir ræddu málið og kom fram áhugi á því. Því var vísað til allshn. i. Sambandsmálið. Flm. Dan. Ágústínusson. Hann taldi, að þótt óvissa væri framundan um það, hvernig málum okk- ar yrði hagað framvegis út á við, þá gætum við alls ekki

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.