Skinfaxi - 01.11.1940, Blaðsíða 27
SKINFAXI
107
fæddur í Reykjavík 8. júní 1922, en alinn upp í sveit og á
nú heima aö Hvítanesi í Kjós. Hann er stórlega áhugasam-
ur og efnilegur íþróttamaSur, og hefir æft jöfnum höndum
hlaup, stökk og köst, við annríki sveitamannsins, örSug
skilyröi og enga tilsögn. En hann hefir glöggan skilning á
tilgangi líkamsæfinga og gildi íþrótta, járnharSan vilja og
mikinn metnaS fyrir félag sitt og ungmennafélagsskapinn.
—- í sumar fór hann óæföur frá orfinu á drengjamótiS í
Reykjavík og gat sér þar góSan oröstír, enda vann félag
hans þaS mót. Myndin, sem fylgir hér meS, er af Axel á
fermingaraldri.
Þetta er þriSja allsherjarmótiS, sem U.M.F.Í. heldur.
Fyrsta mótiö var háö áriS 1911. ViS samanburS á íþróttaf-
rekum þá og nú kemur í ljós, aS í öllum greinum, sem sam-
bærilegar eru, hefir nú náSst betri árangur, nema í 100
metra hlaupi. Þar hafa íþróttamenn ungmennafélaganna
fyrir 30 árum reynzt æskumönnum þeirra áriS 1940 fremri.
Kann þó aö vera, aö aSstöSumunur um v'eSur eSa hlaupa-
braut valdi þar einhverju um. — AnnaS mótiS var haldiS
I9þ4-
Öllum þeim, er sóttu Haukadalsmótiö, ber saman um, aö
þaS hafi veriS hin glæsilegasta samkoma og fariS fram meS
hinni fyllstu prýöi. Hjálpaöist þar allt aS: afbragSsgott
veSur, prúSir og reifir samkomugestir, fagur og tilkomu-
mikill mótsstaöur og góS stjórn. En stjórn mótsins og und-
irbúningur þess var í höndum SigurSar Greipssonar skóla-
stjóra og bónda í Haukadal. Vann hann þar mikiö verk
og örSugt af slíkri prýöi, aS seint verSur fullþakkaS, og
meS þeirri ósérplægni, sem er aSalsmerki góSs ungmenna-
félaga.