Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1940, Blaðsíða 36

Skinfaxi - 01.11.1940, Blaðsíða 36
SKIXEAXI 116 árs sjúkdómsstríöi, hefir ekki hvað sízt veriS sótt í kjarn- lendi íslenzkra góSskálda, því aS þangaS sótti hann mestan sinn una'S. Björn reit eitt sinn stutta grein um íslenzka sjómenn i blaö Ungmennafélags StöSfirSinga. í greinarlok kemst hann þannig aS oröi, aö frægö sjómannastéttarinnar byggist á því, aö sjómennirnir hafi ekki hikaö viö aö fórna blóöi sínu í baráttunni, ef skylda bar til. Ég hygg, aö þetta hafi ekki aðeins veriö innantóm orö. Björn var ætíö heill í öllu. Hann heföi fórnaö lífi sinu fyrir þaö, sem hann taldi rétt, Og minning slíkra manna á aö vera geymd sem fyrirmynd ann- arra, þó aö þeir hafi veriö smáir í lifanda lífi, á mælikvaröa þeirra, sem dá hina hávöxnu meiði á kostnaö grómögnuö- ustu grasanna í íslenzkum dölum. Björn Jónsson. Frá félögum. Umf. Eyrarbakka átti 20 ára afmæli 5. maí s.l. Var það sunnudagur og hafði félagið þá mikil hátíðahöld. Gamlir félagsmenn, sem nú eru búsettir í Reykjavík, tóku þátt í afmælishátíðinni og undirbjuggu hana í samvinnu við stjórn félagsins. Fóru 50—60 manns austur frá Reykjavík þann dag. Hátíðin hófst á því, að félagar og gestir þeirra komu saman viö barnaskólahúsið, en þar var félagið stofnað 5. maí 1920. Flutti Siguröur Kristjáns oddviti ræðu, bauö sunnanmenn velkomna og minntist félagsins og þýðingar þess fyrir þorpið. Síðan var gengið í skrúðgöngu undir ís- lenzkum fána eftir endilöngu þorpinu og að samkomuhús- inu. Var sezt þar að kaffiborðum, ræðuhöldum, söng og annarri skemmtun. Þar var það tiikynnt af hálfu gestanna, að gamlir félagsmenn í Reykjavík hefðu ákveöiö að minn- ast aímælisins og ágætrar starfsemi U. M. F. E. með þrennu: 1. Með fjölmennri hópferð til Eyrarbakka, þátt- töku í afmælishátíðinni og því, að leggja til skemmtikrafta þar. 2. Með afmælisgjöf til félagsins, skuggamyndavél for- kunuar vandaðri, sem ókomin var til landsins aö vísu, en ráðstaíanir höfðu veriö gerðar til að útvega frá Ameríku.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.