Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1940, Blaðsíða 35

Skinfaxi - 01.11.1940, Blaðsíða 35
SKINFAXI 115 ViS fráfall ungra efnismanna er vissulega ástæöa til að manni veröi dapurt í hug. En um lei'ö og hugur minn varö dapur viö umhugsun óunninna afreka, varð hann jafnfraint þrunginn af endur- minningum um runniö æfiskeiö hins látna ungmennafélaga og kunningja. Fg sé 17 ára ungliginn taka viö stjórn á fiskibát fööur sins. 1 Iann er hvergi hikandi, engin vettlingatök. L’aö er arftaki víkinganna fornu, sem heldur um stjórnvölinn, enda af ætt Egils Skallagrímssonar. Hann gefur hinum eldri sjó- görpum ekkert eftir, hvorki um sókn né aflabrögö. Ung- lingurinn vekur virðingu eldri sjómannanna, þeir verða aö viöurkenna, aö ekki sé meö öllu útdauöur manndómur hjá æskunni í Iandinu. Ég sé hann líka ganga aö verki á landi meö frábærum vaskleik. Vinnan leikur í hendi hans, en í huga og á tungu fæöast hendingarnar, þessi íslenzku undra- börn, sem tengd eru blóðböndum öörum hvorum manni um byggðir landsins okkar. Ég sé hann og á mannfundum glæsilegan og hugþekkan, öllum prúðari, en glaðan og reif- an. í þeirra oröa beztu merkingu. Ég sé hann sem starfandi ungmennafélaga, ætiö fúsan og fíjótan til starfa, þrátt fyrir mjög örðuga aðstöðu. Og minnisstæðastur er hann mér viö eitt slíkt tækifæri. Hánn flutti erindi um Bólu-Hjálmar á ungmennafélags- fundi. Hjálmar var uppáhaldsskáld lians; um þaö var ekki aö villast. Þessi ungi, gáfaöi og skapheiti unglingur tignaöi anda- gift alþýðuskáldsins. Það brenndi liann inn að hjartarót- um, að hugsa til örbirgðar og áþjánar þessa stórmennis; aö hugsa til ranglætisins, sem það varö fyrir; aö hugsa um allt andans gulliö, sem þarna fór forgörðum. Lýsing og greining þeirra aöstæöna, sem skópu Hjálmari ól)líö æfikjör, fóru óskólagengna og fátæka ungmenninu ])rýöilega úr hendi. Voru það undur, þótt fátæki, stöðfirzki bóndasonurinn fyndi til meö og ynni fátæka, norölenzka bóndanum? Nei, vissulega ekki. í leitandi þrá eftir einhverju, sem gæti sætt hann við ófullnægða menntunar- og framalöngun, fann Björn þarna sálufélaga, sem hann var fullsæmdur af; þjáningabróður, sem sætti hann viö orðinn hlut; baráttufélaga, sem færði honum vissuna um sigur andans yfir duftinu. lig er viss um, aö hið óbilandi þrek Björns í hálfs annars

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.