Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1940, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.11.1940, Blaðsíða 5
SIÍINFAXI 85 aðarerindum. ÞjóðarsamúS vor er jöfn með báðum. Vér afneitum báðum jafnt sem stríðsaðilum, og þylcj- umst hvorugs vernd þurfa gegn hinum. En vér erum „fáir, fátækir og smáir“, íslendingar, og alls ómegnugir þess, að reka innrásarher erlendrar stórþjóðar af höndum oss, þótt vilja til þess skorti eigi. \rér getum ekkert annað gert, úr því sem komið er, en ;;ð mótmæla. Og vér mótmælum allir. V é r m ó t m æ 1 u m þ v í, að erlent hervald hefir tekið sér bækistöð i landi voru, í fullu banni voru, brotið með þvi hlutleysi vort, skert sjálfstæði vort, sjálfs- ákvörðunarrétt og eignarrétt, og teflt einstaldingum Jjjóðar vorrar í lífsháska og fátæklegum eignum vorum í voða, með því að gefa öðru herveldi tilefni til að gera Iiingað vopnaárás. — Vér mótmælum ]) v í, að vér erum neyddir til að horfa daglega á viðurstyggð vopnaburðarins, að æfingar lil undirbúnings mann- drápum fara fram fyrir augum barna vorra, að lan<I vort er grafið skotgröfum og liöfuðborg vor ötuð her- virkjum. — Vér mótmælum þ v í, að erlent her- vald hefir skert athafnafrelsi vort í eigin landi voru, íorveldað siglingar vorar beima í landhelgi vorri, hindr- að umferð vora um þjóðvegina, sejn vér höfum lagt hart að oss til að leggja, og bótað landsmönnum líftjóni, ef þeir ganga um síriar eigin landareignir, öðruvísi en með leyfi og eftir reglum réttlausra innrásarmanna. - - V é r m ó t m æ 1 u m þ v í, að innrásarherinn hefir tekið is- lenzka þegna fasta og flutt þá úr landi. — V é r m ó l- m æ 1 u m þ v i, að æskan hefir verið rekin út úr sþólum þeim, sem vér liöfum reist henni, og þeir gerðir að ræningjabæli. Vér mótmælum þ v í, að liermenn með alvæpni ganga hér stjórnlausir innan um friðsama og vopnlausa landsmenn, og það jafnvel ölvaðir á síð- kvöldum, svo að voði stafar af. — V é r m ó t m æ 1 u m öllum afskiptum útlends liervalds, hvert sem það er, af landi voru og málum þjóðar vorrar.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.