Skinfaxi - 01.11.1940, Blaðsíða 24
101
SKINFAXI
íþróttamót U. M. F. f.
í Haukadal.
Allsherjar íþróttamót Ungmennafélaga íslancls fór íram
í Haukadal í Biskupstungum um Jónsmessuhelgina í sumar,
aö undangengnu 13. sambandsþingi U.M.F.l. Stóö allsherj-
armót þetta í tvo daga, laugardag og sunnudag, og var á
því hinn rnesti glæsibragur. Mikil þátttaka var og ánægju-
leg af hálfu íþróttamanna, veðurblíða og fjölmenni, á ann-
að þúsund manns, þegar flest vár.
Flokkur U.M.S.K., sem vann HaukadalsmótiÖ.
Bjuggu menn mest í tjöldum, meðan dvalið var í Hauka-
dal.
Séra Eiríkur J. Eiríkssön •sambandsstjóri U.M.F.Í. setti
allsherjarmótið á Laugarfjalli kl. 1 á laugardag. Gengu síð-
an iþróttamennirnir, 73 talsins. fylktu liði inn á íþróttavöll-
inn. Fór þá uni daginn fram fimleikasýning 23 pilta, undir
stjórn Sigurðar Greipssonar skólastjóra í Haukadal, íþrótta-
kappleikar, ræðuhöld, sýning iþróttakvikmyndar og loks
söng Hreppakórinn. Um kvöldið var dansað bæði úti og'
inni, en margir voru að öðrum leikum.
Á sunnudaginn ávarpaði Sigurður Greipsson mannfjöld-
ann, en síðan var hlýtt guðsþjónustu og prédikaði séra Ei-
ríkur J. Eiríksson. Þá flutti Helgi Hjiirvar erindi og lúðra-