Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1940, Blaðsíða 30

Skinfaxi - 01.11.1940, Blaðsíða 30
110 SKINFAXI ])á“ verSi hiö sama; liið bjarta og djarfa já þess vormanns, sem hefir fimdiö sjálfan sig samræmast þeim anda, sem hugsjónir Vormanna íslands fá sitt göfuga verömæti frá. — og sé nú svari'ö já frá öllum, hversu bjart er þá ekkí um æsku þessarar byggöar! II. Manstu ! — manstu ? Spurningin feemur enn. Og hún knýr mig til aö reyna að klófesta einhver brot frá liönum tím- um, einhverjar menjar og minni frá samverunni viö vor- menn dalsins í „Ólafi pá“. Þaö er „játningin mín“ til „Ól- afs pá“ — eina afmælisgjöfin, sem honum berst frá mér. Ef til vill næ ég aðeins tökum á því lítiifjörlegasta. — Ger- ir það nokkuð til? Skynjunin nær oít svo skammt út fyrir eigin takmörk og mat einstaklingsins á atvikum og áhrif- um er svo breytilegt. Þess vegna má vel vera, að það, sem mér finnst verðmætt, virðist öörum lítilfjörlegt, og það, sem athygli mín festist ekki við að þessu sinni ætti sízt að gleymast. Fyrir slíkt verður ekki synt, því að hver einstaklingur hefir sinn ákveöna sjónarhól. Og sjónarsviö- in — sjónvídd og kenndir sálarinnar hjá hverjum einum — hefir sín ákveðnu einkenni og takmörk, að einhverju leyti — litlu eða miklu — ólík öllum öðrum. Manstu! kallar að mér úr öllum áttum. — Manstu fyrsta daginn í félaginu þínu? Ef til vill man ég ekkert jafn- glöggt —• og hvað ég fann þá hjartanlega til minnar eigin smæðar! Allan fundinn sat ég hlustandi —• og þegjandi, sagði aðeins já eða nei öðru hvoru, með handauppréttingu. — Ég fór heim að kveldi, bæði ríkari og fátækari en ég fór að heiman, — ríkari að áliti á hinum nýju félagssyst- lcinum mínum, ríkari að nýjum lnigsunum og viðfangsefn- um, en fátækari að áliti á sjálfum mér. Og sagan endurtók sig. Ég hlustaði — hugsaði og reyndi svo að mynda mér ákveðnar skoðnanir í samræmi við eigin ályktanir. En allt gróf þetta um sig, einnhversstaðar innan í mér. Og smám sarna óx mér svo kjarkur, að taka virkan þátt i félags- störfunum. Að lokurn fóru svo leikar, að mér fannst ég verða að leggja fram ítrustu krafta. Það kom einhvern- veginn ósjálfrátt, einliver skipun innanfrá, sem ég varð að fullnægja, ekki á þann hátt, að ég yrði, nauðugur, vilj- ugur, heldur af hinu, að það var mér óviðráðanlega ljúft og nauðsynlegt. Ég veit ekki hvernig stendur á því, að ég get ekki fundið viðeigandi orð til að lýsa þessu — þessum

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.