Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1940, Blaðsíða 31

Skinfaxi - 01.11.1940, Blaðsíða 31
SKINFAXI 111 aflvaka, sem Ólafur pá vakti í mér, — aflvaka, sem hefir þó aldrei fengið fullnægingu, aldrei notiö sín, vegna ýmissa annarra aSstæSna, utan félagsins. Enda hlýtur jafnan svo aS verSa um félagsleg hjáverkastörf i strjálbýlli sveit. En löngunin til átaka vegna hugsjóna Umf. hefir aldrei yfir- gefiS mig. Og eg vona, aS hún fylgi mér enn um stund,. hvort sem ég verS skráSur íélagsmaSur eSa ekki, og þó aS þaS sýni sig í reyndinni aSeins „í orSi“. En nú er svo konriS, aS ástæSan til þessa er tvíþætt: aS öSrum þræSi hugsóriir Umf., en aS hinum ógreidd skuld — þakkarskuld til „Ólafs pá“ og Umf. yfirleitt. En hver eru þakkarefnin? Þau eru mörg, og verSa aSeins fá talin hér: AS mestu fyrir áhrif þessa félagsskapar hefi ég náS þeim — aS vísu fátæklega ■—■ þroska, sem ég á nú í dag. Hjá Umf. hefi ég fengiS beztu leiSsögnina í því, aS hugsa nokkurnveg- inn sjálfstætt og leita raka. Þar hefi ég fundiS undirstöSu aS því, aS láta skoSanir inínar í ljós bæSi munnlega og meS pennanum. Þar, meSal Vormanna íslands, heima og heiman, hefi ég notiS hugsjóna æskunnar og séS og fundiS live þær geta lyft sér hátt, án þess vængjatökin bregSist; hve þær geta ljómaS skært, án þess ofbirta fylgi; hve þær geta Vermt hlýtt og varanlega, án þess aS brenna. Þar hefi ég lært aS skoSa mennina og mannlífiS í hreinna og göfugra ljósi, komizt nær því aS sjá gegnum yfirborSs- hjúpinn, ■—• nær því aS skilja þá. Fyrir áhrif þaSan hefir landiS mitt, meS öllum þess margumtöluSu veilum og vöntunum, en þó umfram allt sveitin mín, orSiS fegurri, hugfólgnari, kærari. SíSan ég varS ungmennafélagi hefir himinninn orðiS heiS- ari, hafiS blárra, fjöllin og heiSarnar fegurri, jöklarnir hvítari og hærri, dalirnir dásamlegi, gróska vallarins grænni, lilómskrúSiS bjartara og litríkara, — tilveran öll auSugri aS fegurS og samræmi. Ekkert af þessu hefir raunverulega breytzt. ÞaS er aS- eins gróSurreitur Vormanna íslands, sem hefir breytt mér. Er þá aS undra, þó aS ég, um þrjátíu ára tímamótin, og eftir rúmlega 20 ára samfylgd, finni til þess, aS margt sé aS þakka? Er þá aS undra þó aS litla orSiS manstu sé nokkuS áleitiS, og ýti viS ýmsu, sem annars er aSeins geymt í gömlum fylgsnum? Ég býst viS, aS hver sannur ungmennafélagi skilji mig,

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.