Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1940, Blaðsíða 44

Skinfaxi - 01.11.1940, Blaðsíða 44
124 SKINFAXI að farga trú Skinfaxa á það, að álitlegt efni sé í þessum unga manni, sem er enn aðeins 22 árá gamall. Einstakar málsgreinar og kaflar í nýju bókinni vitna um gáfur hans, og hann hefir margt vel gert annaö en hana. En hann hefir ekki fundið enn form við hæfi sitt. — Hin skáldsagan, Á BÖKKUM BOLAFLJÓTS eftir Guðmund Daníelsson frá Guttormshaga, er mikiö rit, tvö hindi, fjórða, átakamesta og bezta saga höfundar. Hann á hægt með að skrifa, hefir ráð á fjörmiklum og spretthörðum stíl og miklum og lit- ríkum orðaforða. Ýmsar persónur hans eru vel dregnar og sumar með ágætum, t. d. Guðlaug í Þúfu. Söguþráðurinn er atburöaríkur og „spennandi", en stundum ekki fullkomlega sennilegur. Þykir mér það spilla sögunni, hve reyfarakennd hún gerist, er á líður. Höf. hefir mikið vald i íslenzkri tungu, en rírir stundum ánægju málvands lesanda vísvitandi með slettum og málleysum. Mig langar til að 1>iðja hann að leggja }>ann óvanda niður. Fagurt og lýtalaust mál hæfir góðum skádskap. Þórhallur Bjarnarson prentari hefir unnið gott verk í sum- ar, eins og stundum fyrr, með því að gefa út lítið kver, hæfilegt til að hera i vestisvasa, og heitir VASASÖNGBÓK- IN. Eru þar 200 valdir og þekktir söngtextar, og er hæði val og útgáfa gert af mikilli smekkvísi. Sönghók þessi getur vafalaust orðið Umf. að mjög miklu liði, með því að auka Söng á ftindum þeirra, samkomum og ferðum. Það er svo handhægt, að hafa þessa litlu bók í vasanum og láta hana minna sig á, hvað syngja skal. Umf. geta vafalaust fengið hókina keypta heint frá útgefanda, ef hún fæst ekki á næstu grösum. Skinfaxi hefir áður getið VORDAGA Jónasar Jónssonar. En „aldrei er góð vísa of oft kveðin“, og enn skal minnt á það, að allir ungmennafélagar þurfa að eiga bók þessa, með Skinfaxagreinúm J. J., því hezta sem skrifað hefir verið um Umf.-mál. Félagsprentsmiðjan h.f.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.