Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1940, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.11.1940, Blaðsíða 6
86 SKINFAXI V é r m ó t m æ 1 u m allireinliuga, í s 1 e n z k- i r u n g m e n n a f é 1 a g a r, í s 1 e n z k i r m e n n. III. En hér má ekki láta sitja við orðin ein — ekki við mótmælin tóm. Vér verðum að bjarga því, sem borgið verður, af frelsi voru, þjóðerni og menningu. Þó að land vort sé hernumið og réttur vor skertur, megum vér fyrir engan mun láta hernema skoðanir vorar, slcap vort né sæmd vora. Um það efni ber oss að standa trú- lega á verði. Oss ber að vara oss alvarlega á því, að verða sam- dauna linefavaldinu, vopnabeitingunni, rangsleitninni og kúguninni, svo að tilfinning vor fyrir því sljóvgisl og vér hættum að finna alla viðurstyggð þess. Vörumst það eindregið, að venjast vopnaburðinum svo, að það hætti að móðga oss og særa oss inn að hjartarótum, að horfa á hann. Látum ekki stríðsfréttirnar deyfa oss svo, að vér hættum að skelfast við að lieyra um blóðsúthell- mgar og limlestingar. Látum ekki fregnirnar, sem vér fáum af kúgun annarra þjóða, sætla oss við það, sem orðið er í landi voru, með þeirri hugsun, að aðrir hljóti þó enn verri útreið en vér. Og látum umfram alla muni ekki fjöldamorð umheimsins, mannfyrirlitningu og lil- ilsvirðingu á einstaklingnum verða til þess, að rýra eða deyfa þá ríku áherzlu, sem vér leggjum á manngildi, einstaklingsrétt og einstaklingsþroska, né að minnka trú þá, sem vér höfum á helgi og óbætanleik hvers ein- staks mannslífs. Þessar viðvaranir eru ekki mæltar að ósekju né lit i bláinn. I öllum þeim atriðum, sem hér voru nefnd, liggur hætta fólgin, og verður því aðeins hjá henni stýrt, að vér gerum oss liana ljósa og vörumst hana. Nú um sinn fremur en nokkurntíma fyrr hlýtur kjörorð vorl að vera: „ísland frjálst og það sem fyrst.“ Vér hljótum að leggja á það megináherzlu og miða

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.