Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1940, Blaðsíða 10

Skinfaxi - 01.11.1940, Blaðsíða 10
90 SKINFAXI Halldór Kristjánsson: /?iaðui\ Eg er barinn af veðrum og brenndur af sól, ég er barn þessa volduga dals, þar sem gróðurinn angar, um hlíðar og hól og um hrióstur ins stórgrýtta f jalls. Ég er tengdur þeim stöðvum, sem flest hafa fært það, sem fóstraði vit mitt og þrótt, þar sem bæði að njóta og lifa hef’ ég lært, þó að lengra ég nám hafi sótt. Hún er framtíðarland, þessi fallega sveit, þó að fátæk og strjálbýl sé enn. Sá, sem trúir á ísland og velferð þess, veit hér er verk fyrir þjóðholla menn. Hér er göfugt og veglegt hið græðandi starf, það er gagnlegt í lengd og í bráð, skapar menningarskilyrði, menningararf, verður mannlegrar hamingju sáð. Þótt ég viti mér auðið að velja þann stig, þar sem vænna og hóglegra er, þar sem þó gæti ef til vill munað um mig, er ég meiri og farsælli hér. Og þó veit ég af ýmsu, sem ekki er létt, en sem útheimtir fórnandi þor. En hver torfæra sannar minn tilverurétt og ég trúi á erfiðu spor.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.