Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1940, Blaðsíða 41

Skinfaxi - 01.11.1940, Blaðsíða 41
SKINFAXI 121 U. M. F. I. í nefndinni, aö vita greinilega um alla íþrótta- a'ðstööu um allt land. Hún þarf að vita um allar sundlaug- ar landsins, alla íþróttavelli, öll fimleikahús. Hún þarf að vita, hvað gert hefir verið á hverjum stað á liðnum árum, hvort sem er í félögum, skólum eða á öðrum vettvangi. Og hún þarf að fá að vita um fyrirætlanir, hugsjónir og fram- kvæmdadrauma félaga og einstakra áhugamanna í íþrótta- málum. Þess vegna vill nú fulltrúi U. M. F. í. •— sem lítur um leið á sig sem fulltrúa dreifbýlisins í nefndinni — hiðja Umf. og einstaka áhugamenn að senda sér sem gleggstar upplýsingar um allt, sem viðkemur iþróttamálum i heima- högum þeirra. Góð sambönd út um land og góð samvinna við Umf. er mikið skilyrði þess, að hann geti unnið verk sitt vel. Aukning U. M. F. í. Aldrei frá upphafi vega hafa verið jafnmörg félög og jafnmargir félagsmenn í U. M. F. í. Félögin eru nú um 90 og félagsmenn i þeim um 4000. Ný félög eru af og til að bætast við, og víða er rnikil fjölgun í félögum þeirn, sem fyrir eru. Þessu fylgir aukinn áhugi og aukin störf. Mynd sú, er formaður Umf. Samhygðar bregður uþp af félagi sínu, í smágrein i þessu hefti, á víða sinn lika. — Þau félög, sem síðast hafa genglð i sambandið, eru Umf. Afturelding í Reykhólasveit, Umf. Morgunn í Dalahreppi i Arnarfirði, Umf. Reynir í Mýrdal, Umf. Fjalldrapi á Vatnsnesi og Umf. Varmi í Haganeshreppi. Einn maður hefir bætzt við í styrktar- og aukafélaga- deild U. M. F. í.: Jónas Lárusson bryti. Gamlir ungmenna- félagar, sem hættir eru að vera virkir félagsmenn, ættu að ganga í deild þessa, til þess að halda tryggð og sambandi við félagsskapinn og styrkja hann. Lágmarksársgjald er kr. 5,00, en æfigjald kr. 50,00. Aukafélagar fá Skinfaxa og hafa öll félagsréttindi. Gjafir til U. M. F. f. Það kemur merkilega sjaldan fyrir, að U. M. F. I. séu gefnar gjafir, jafnsterk ítök og það á þó i miklum fjölda manna. Þrastaskógur má heita eina stórgjöfin, sem sam- bandið hefir hlotið að þessu. Nú í haust hafa U. M. F. t. borizt tvær ágætar gjafir, sem skylt er að geta og þakka vel. Sigurður Jónasson forstjóri, er keypti Þrastalund s.l. ár

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.