Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1944, Side 72

Skinfaxi - 01.04.1944, Side 72
72 SKINFAXI Áhugi fyrir íþróttum er mikill og er reynt a'ð bæta aðstöðuna til íþróttaiðkana eftir því sem tök eru á.“ D. Á. Bækur. Knattspyrnubókin er gefin út af tveimur áhugamönnum um knattspyrnu. Er þetta þýðing á kennslubók brezka knatt- spyrnusambandsins, 7 arkir að stærð, með 52 myndum, prent- uð á ágætan pappír og hin vandaðasta að öllum frágangi. Kemur hún knattspyrnumönnum áreiðanlega í góðar þarfir og getur orðið áhugamönnum ágætur leiðarvísir til aukinnar leikni í þessari eftirlætisiþrótt. Bókina er hægt að panta frá Hrólfi Benediktssyni, Baróns- stig 19, Reykjavík, en hann er annar útgefandinn. HLÍN, ársrit íslenzkra kvenna, 26. árgangur, flytur að vanda margar greinar, varðandi heimilisiðnað, garðyrkju, fræðslumál o. fl. Þá eru fréttir frá landsþingi kvenna, kven- félagasamhöndum, námskeiðum, minningargreinar, kvæði og margt annað, sem fróðleikur er að. Ritstjórinn, Halldóra Bjarnadóttir, Alcureyri, skrifar sjálf nokkrar greinar, annars eru höfundarnir margir, bæði karlar og konur, sem skýra blátt áfram og hispurslaust frá reynslu sinni og skoðunum i þeim málum, er að framan getur. Hlin er áreiðanlega góður gestur á heimilum víðsvegar um landið og hún mundi ekki síður verða það, ef efnisvalið væri enn vandaðra. Skýrsla Sjómanna- og gestaheimilis Siglufjarðar árið 1942. Þessi merka stofnun hefir verið rekin af stúkunni Fram- sókn á Siglufirði, undanfarin ár, yfir sildveiðitímann, og var hún opin 2% mán. árið 1942. Sjómenn koma þar í tómstund- um sinum, til þess að lesa blöð og bækur, skrifa bréf, kaupa veitingar og fá að geyma þar ýms verðmæti. Þar eru lialdn- ar samkomur, með erindum, kvikmyndum, skuggamyndum, söng o. fl., til fróðleiks og skemmtunar, og er þetta þáttur i því menningarstarfi, sem sjómannaheimilið vill vinna, með- al þeirra, er dvelja úr öllum landsfjórðungum í Siglufirði um síldveiðitímann. D. Á. FÉLAGSPRENTSMIÐJAN II.F.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.