Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1946, Page 2

Skinfaxi - 01.11.1946, Page 2
54 SKINFAXI byggö á reynslu fortíðar og þörf framtíðar og líðandi stundar. Afmælismót U. M. F. I. að Laugum varð ekki með þeim glæsibrag, sem bróðurmótið norska, en þó mun Laugamótið marka alldjúpt spor í sögu félagshreyf- ingar okkar. Mótið sjálft var merkilegt fyrir íþrótta- afrck þau, er þar voru unnin, og sýndi greinilega hinn mikla viðgang íþróttahreyfingarinnar með þjóðinni. En umhverfi þessa móts, undirtektir fólksins og við- búnaður þingeyskra ungmennafélaga og annarra, er um mótið sáu og stjórnuðu því einkum, er ef til vill hið merkasta í þessu sambandi. Mótsstaðurinn var jafnvel fremstur þeirra staða, er enn hafa komið við sögu U. M. F. í. Fyrst er það, að þingeyskir ungmennafélagar Iiófu þenna stað og gerðu að mcnntasetri, sem varð eins konar viti fyrir fram- sækna æsku og þá, er vildu henni vel fyrsta áratug skólans, meðan áliugaaldan reis að mennta og manna allan almenning. Það var eins og Laugaskóli væri að bjóða sin eigin börn velkomin, er hundruð æskumanna, sem notið hafa menntunar víðsvegar um land í héraðs- skólunum, komu saman undir trjánum við hina fögru tjörn framan við skólann. Ekki var og íþróttavöllurinn síðri fyrir sitt leyti né staður sá, er fimleikar og þjóð- dansasýning fóru fram á. Undirbúningur mótsins var með þeim ágætum, að lýðum má vera ljóst, að þingeyskir ungmennafélagar eru mannað og þi oslcað fólk nú sem fyrr. Hin mikla þátttaka fólks að sækja mótið og prýða það með frábærlega fallegri framkomu, er og merkileg staðrevnd, og ber fólkinu fagurt vitni, og er um leið fögur afmælisgjöf til U. M. F. 1. og virðingarvottur við Laugaskóla, að allir vilja koma til fundar við þessa aðila með sem mestri prýði og sæmd. Starf ungmenna- félaganna mun nú næstu þrjú árin beinast að því að halda enn merkilegt æskulýðsmót, og standa vonir til

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.