Skinfaxi - 01.11.1946, Qupperneq 3
SKINFAXI
55
þess, að Eiðar ljái okkur þá samastað, og er ekki að efa,
að ef það má takast, muni allir aðilar austur þar, taka
okkur með ágætum. Mót okkar eiga að marka tímamót
í sögu U. M. F. I., en þau eiga að eflast og verða auðugri
að fleiri sterkum, þjóðlegum þáttum og menningarleg-
Hrn, og á þann hátt eiga þau að verða þjóðhátíðir. Undir
forystu ungmennafélaganna eiga landsfjórðungarnir að
koma fram með allt sitt bezta og sýna sinn rétt og gera
Um leið sínar kröfur, svo að alliliða viðreisn landsins
verði sem jöfnust livar sem er. Viðreisn sveitanna og
sjávarþorpanna lilýtur að vera eitt höfuðmarkmið ísl.
ungmennafélaga, og glæsilegar samkomur eins og lands-
mót U. M. F. í. gætu orðið, er elclci ómerkur þáttur í
þeirri veiðreisn. Munum þetta i starfinu. Enginn er svo
afskekktur né veikur að getu og aðstöðu, að hann
megi ekki leggja sinn skerf til þjóðhátíðar æskunnar í
dreifðum byggðum fslands, og hátiðabirtu mun leggja
af inn í líf og starf unga fólksins.
Nú liefur umheimurinn opnast fyrir okkur íslend-
ingum. Við notum okkur einnig hina miklu útsýn og
möguleika til að njóta hennar, þar sem utanfarirnar
eru til vesturs og suðurs, og sagt er, að margir hyggi
á austurveg.
Við íslenzkir ungmennafélagar vitum hvert horfa
skal. Það er til Noregs, til norsku ungmennafélaganna.
Oft spurðum við á stríðsárunum: „Hvernig hafa norsku
ungmennafélögin staðið sig?“ Nú er það allt orðið
ljóst. Vitnisburður krónprinsins var rakinn liér á und-
an. Það eru til tölur um þetta, sem tala sinu máli: Er
nazistar tóku félögin í klær sér, voru í þeim 70 þús-
undir félaga. Þegar i stað féll félagatalan niður i fimm
hundruð og siðan gekk enginn í félögin, nema nokkrar
nazistahræður. Nú er öldin önnur. Nú eflast félögin og
gróa eins og grös á vordegi.
Við eigum að láta starfið nú um sinn hér heima mót-
ast af haráttu norskra bræðra okkar. Viðfangsefnin eru
5*