Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1946, Page 7

Skinfaxi - 01.11.1946, Page 7
SKINFAXI 59 Stundum hefur þráin leitt einstaklinga í öfgar. Afkára- legustu hús hafa verið byggð, óhófslegustu veizlur hafa verið haldnar, þarflausum, ósmekklegum liúsgögnum hefur verið hrúgað upp i sjaldnotaðar stofur. En þetta eru undantekningar, sem að visu hafa stungið í augun. Hið óstöðvandi kapphlaup eftir lífsþægindum hefur valdið slíkri byltingu i lifi þjóðarinnar, að skipt hefur hni aðalatvinnuveg þjóðarinnar og meiri- hluti íbúanna hefur flutzt í kaupstaði en þjuggu áður nær ein- göngu í sveitum. Hver er orsökin? Hún er sú, að atvinnuvegirn- ir við sjávarsiðuna, fyrst útgerðin, síðar iðn- aðurinn, urðu fyrri til að hagnýta sér tæknina, landbúnaðurinn dróst aftur úr. Bilið milli lífs- þægindanna í bæjum og sveitum breikkaði i sífellu og fólkið streymdi úr sveitunum, fyrst og fremst það yngra. Þessi saga er svo alkunn, að óþarfi er að rekja hana hér. Sumir telja orsökina tekjumismun sveita- og bæja- fólks, en í flestum tilfellum er þetla ekki rétt. Orsökin er eins og fyrr segir misræmi lifsþæginda, j)að kostar mildu meira að veita sér þau í strjálbýli en þéttbýli. í bæjum þarf minna til að stofna heimili, þar getur unga fólldð notið margbreytilegri skcmmtana, þar eru flest- ir skólarnir og þannig má lengi telja. Löggjafarvaldið hefur með ýmsum ráðum reynt að sporna við þessari örn sókn úr sveitunum. Það hefur

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.