Skinfaxi - 01.11.1946, Síða 8
60
SKINFAXI
verið ríkjandi skoðun, að hún væri þjóðarböl. Menn-
ing þjóðarinnar var sveitamenning, bæirnir voru nýir,
þar hafði enn ekki skapazt sú menning, sem gæti tekið
við að vera þjóðinni sá bakhjallur, það lijartans skjól,
sem veitti henni stuðning, þegar hún stæði hallt, og
væri lænni athvarf „þegar hurt var sólin“. Enn liafði
þjóðin ekki eignazt neina uppeldisstofnun, sem jafn-
aðist á við það að vera alinn upp í sveit.
En 511 úrræði liins opinbera Iiafa lilt stoðað og stund-
um orðið lil ills eins. I þau hefur vantað „plan“. Að
minni hyggju hafa ungmennafélög til sveita unnið
miklu merkilegra starf til að draga úr flutningi a. m.
k. yngra fólksins úr sveitunum heldur en aðgerðir hins
opinbera, þótt ekki liafi heldur lirokkið gegn rás tímans.
Á undanförnuin stríðsárum hefur fólk streymt hvað
örast úr sveitunum, svo að aldrei hefur verið jafn-
knýjandi nauðsyn lil aðgerðar og nú, ef nokkuð á að
hafast að, cn öllum ætti að vera ljóst, að því fá-
mennara sem verður i sveitunum, því verr unir fólk þar.
Stríðsárin mun hagur bænda liér á landi yfirleitt liafa
stórhalnað, þó hafa þeir margir flúið á „mölina“. Það
hefur verið vanrækt að gera þeim kleift að afla sér
aukinna lífsþæginda í sveitunum fyrir tekjur sínar.
Hið brennandi nauðsynjamál sveitanna er rafurmagn-
ið. Að vísu hefur lög'gjafarvaldið gerl myndarlegt átak
þessu til framgangs, en þó er liætt við, að raforkulögin
nýju verði alltof seinvirk i framkvæmd. Verður ekki
fólkið farið, áður en rafurmagnið kemur?
Annað nauðsynjamál sveitanna er, livernig liægt sé
að fullnægja þar félags- og skemmtanaþörf unga fólks-
ins. Þetta nauðsynjamál dylst mörgum, en það gengur
tvímælalaust næst rafurmagnsmálinu að mikilvægi,
hvað það snertir að halda fólkinu i sveitunum.
II.
Ég hef hér á undan lialdið þvi fram, að hið mikla