Skinfaxi - 01.11.1946, Page 9
SKINFAXI
61
misræmi á lífsþægindum meginþorra sveitafólks og
bæjarbúa væri höfuðorsök aðstreymisins í bæina úr
sveitunum. Hér vil ég bæta annarri orsök við, veiga-
minni en nýrri af nálinni: óttanum við það, að bætt
afkoma bænda á stríðsárunum sé aðeins stundarliagur.
Bændur skortir öryggi um afkomu sína.
Það sem gera þarf er þetta:
1. Framleiðsla landbúnaðarvara sé fyrst og fremst
miðuð við innlendan markað og skipulögð með til-
liti til framleiðsluskilyrða og markaða.
2. Framlög hins opinbera til ræktunarframkvæmda,
bygginga, samgangna, rafveitna, verkfærakaupa og
símalagninga til sveita sé fyrst og fremst beint til
þeirra staða, sem álitnir eru bafa bezt skilyrði til að
geta fullnægt kröfum fólks um afrakstur vinnu sinn-
ar, lifsþæginda, félags- og skemmtanalífs og mennt-
unar.
Það cr nokkuð augljóst mál, að íslenzkur landbún-
aður verður ekki i náinni framtið samkeppnisfær á
erlendum markaði. Ilins vegar hefur i seinni líð skap-
azt allrúmur innlendur markaður, sem á að geta verið
tryggur, a. m. k. ef hófs verður gætt um verðlag. Til
þess að hagur bóndans verði góður, er ekki hátt verð-
lag og tryggur markaður nægilegt. Bóndinn þarf að
geta framleitt sem mest af sem beztri vöru með sem
minnstum tilkostnaði. Að því ætli framkvæmd tillögu
nr. 2 hér að framan mjög að stuðla. Sumar sveilir eru
bezt fallnar til sauðfjárræktar, aðrar til mjólkurfram-
leiðslu og iiafa markaðsstaðinn svo að segja við bæj-
arvegginn. Samt sem áður eru bændur að bokrast við
að reka fjárbú mcð á slíkum stöðum, þar sem afréttar-
lönd eru ofl hin lélegustu, og valda síðan vöruspjöllum
á kjötmarkaðinum með blákroppum sínum og jafnvel
offylla markaðinn. Á hinn bóginn eru svo bændur
i fjarlægari, ágætum sauðfjárræktarhéruðum að kvotl-