Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.11.1946, Side 18

Skinfaxi - 01.11.1946, Side 18
70 SKINFAXI er. Sveitafólkið verður að fá sitt rafmagn eins og aðrir og þjóðfélagið á að gera sitt til þess, að jafna aðstöðu þegnanna á því sviði. Hvort rafmagnið er fengið frá stóri’i vatnsvirkjun, smávirkjun eða oliustöð hlýtur að fara eftir staðháttum, en menningarþjóðfélag hefur ekki ráð á þvi, að selja sumum þegnum sínum ódýrt rafmagn, en útiloka aðra frá að njóta þess. Þetta fellur nú ekki við sönginn um það, að það sé of dýrt að leiða rafmagn og leggja vegi um allar triss- ur til afskekktustu nesjamanna og afdalabúa. Ég hygg að það sé varla til svo afskekkt byggð á landinu, að ekki sé ódýrara að lialda henni í byggð og nytja hana, lield- ur en að leggja hana í eyði, ef landkostir á annað borð leyfa, að þar sé búið. Fyrsta skilyrðið er land, sem hægt er að rækta. Rafstöðvar, vegir o. s. frv. er dýrt, en það er líka dýrt að byggja yfir innflytjandann í Reykjavik og fá honum atvinnutæki. Hitt er svo annað mál, að það eru ýmsar jarðir enn í byggð, þar sem skortir framtíðarskilyrði, vegna þess að þær eiga ekki ræklanlegt land. En það eru líka marg- ar jarðir með góðum landkostum í eyði. Hér skiptast menn vitanlega eftir því, hvort þeir trúa á íslenzkan landbúnað og framtið lians eða ekki. Ég vil aðeins benda hér á það, að nú er veðurlag hér að breytast, sjór og loft hlýnar. Enginn veit hvað lengi það verður, en meðan jiað er, batna skilyrði til jarðyrkju og landbúnaðar, en nytjafiskar leggjast frá landinu og fjarlægjast það. Þetta megum við líka hafa til Iilið- sjónar. Smávegis skoðanamunur um skipun byggðarinnar er ekki aðalatriði. Þeir, sem vilja halda landsbyggðinni i heild í svipuðu formi, eiga allir samstöðu. En auðvit- > að jiarf að skipuleggja framleiðsluna eftir náttúruskil- yrðum og markaðsskilyrðum á liverjum stað. Jafnframt jjessu verður svo sveitafólkið að kunna

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.