Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1946, Page 19

Skinfaxi - 01.11.1946, Page 19
SKINFAXI 71 verk sín. Það þarf að kunna að rækta túnin sín og garð- ana og skepnurnar, svo að bezti árangur náist. Það fólk, sem hefur tölc á að njóta þess, sem býr með islenzkri jörð, svo að ávextir liennar verði eins ríkuleg- lr °g náttúruskilyrði leyfa, hefur traustan grundvöll til t)JTggja afkomu sína á. Það hefur skilyrði til þess, að sjá börnum landsins við sjóinn fyrir góðum og ódýrum niatföngum, og það er fyrsta þjóðhagslega skylda sveitafólksins islenzka. II. Framleiðslan sjálf er undirstaða atvinnuvegarins og sker úr um nauðsyn og tilverurétt bans og fjárhagslega afkomu þeirra, sem stunda hann. En margs þarf að gæta, svo að liin félagslega menning sé eins og þarf. Sú er hamingja sveitalifsins, að það ber í sjálfu sér mörg uppeldisleg skilyrði menningar og þroska. Börn- iu í sveitinni fá, strax og þau komast á legg, ýmis við- fangsefni við sitt liæfi. ,Óðar en varir eru þau orðin þátttakendur i lífsbaráttu fjölskyldunnar og farin að gegna skyldustörfum, sem krefjast ábyrgðar, trú- mennsku og sjálfstæðrar hugsunar. Það er þessi ham- ingja sveitanna, sem veldur því, að þær hafa allt til þessa staðið jafnfætis borgum og bæjum með full- komnari sltóla og lcennslu, i þvi að ala upp gott og gjörvulegt fólk. En þrátt fyrir það eru skólamál sveit- anna atriði, sem ekki má gleyma. Fræðslulögin nýju gera ráð fyrir því, að fylgzt sé með námi barnsins frá 7 ára aldri, og því þá þegar .tryggð skólavist, ef með þarf vegna heimilisins. Börnin stundi fast skólanám 12 til 16 vikur á ári jafnframt eftirlits- káðu heimanámi til. 15 ára aldurs og eigi þannig kost á undistöðumenntun í bóklegum og verklegum grein- um. Það má deila um mörg einstök smærri atriði í þessu kerfi, en tvimælalaust eru þessi lög virðingarverð 6*

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.