Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.11.1946, Side 23

Skinfaxi - 01.11.1946, Side 23
SKINFAXI 75 til samvinnu og skilningur á samvinnuhugsjóninni mörgu sveitafólki eiginlegur. Auk þess eru mörg dæmi, sem benda í átlina og vísa veginn að hinu nýja búskap- arformi, og þau sýna skilning sveitafólksins á því livert stefna skal, og hæfni þess, að laga sig eftir aðstæðun- um. Ég segi ekki neitt um það, hvert form henti hér bezt, en ég hef bent á, hvaða árangur verði að nást, að það er hægt að ná honum og að hugsjón og andi sam- vinnuhreyfingarinnar leiðir að þvi marki. IV. Ég get ekki skilizt við þetta efni, án þess að minnast á andlegu hliðina. Það var talið hér áður, að börnin stæðu í þakklætisskuld við foreldra sína, vegna upp- eldisins. Nú heyrum við hinsvegar, að börnin hafi ekki fyrir neitt að þakka. Þau fái aldrei meira en skyldugt sé, því að það sé þeim ekki sjálfrátt, að þau urðu til. Það séu þau, sem eigi lcröfuréttinn. Ég ætla ekki að mótmæla þessum skilningi og rök- semdum okkar réttvísu aldar eða deila þannig um æðri lífsspeki. En það er kannske hægt að hugsa of mikið og of einldiða um það, livað sé skyldugt, og hvað við höfum rétt til að heimla mikið. En ég nefni þessi tvenns konar viðhorf af því, að mér finnst þau standa í nokkru sambandi við lífsskoðun okkar og mat á lífinu. Það skiptir svo miklu, livort okkur finnst lífið eftirsóknarvert eða ekki. Sá, sem nýtur lífsins og finnst það blessuð ,,guðsgjöf“ þakkar fyrir það. Hinn, sem dregst áfram af dapurri nauðsyn og er lífið ill byrði, finnst hann eigi talanarkalausar kröfur á hendur þeim, sem lögðu á hann þessa kvöð. Og liér er ég þá kominn að þvi, sem er mergurinn málsins, og skiptir svo miklu fyrir hamingju sveita- fólksins, eins og annarra. Það þarf að trúa á starf sitt og ræktun landsins. Það þarf að elslca landið og finna hjá sér köllun lil að rækta það. I krafti þeirrar ættjarð-

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.