Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.11.1946, Side 31

Skinfaxi - 01.11.1946, Side 31
SKINFAXI 83 Þ®r hugsjónir ungmennafélaganna, sem lieilluðu mig á unglingsárunum, vöktu mig og hvöttu til framsóknar, hafa kynt undir eldi áhuga míns og glöggvað mér skiln- Jnginn á menningarverðmætum vorum í starfi mínu í Þágu íslenzkra þjóðræknismála vestan liafs. í þeim mál- Uin á hinum vestræna vettvangi, eins og i starfi ung- niennafélaganna heima á íslandi, þó aðstæðurnar og viðhorfið sé vitanlega að junsu leyti ólíkt, er megin- hlgangur viðleitninnar, að varðveita íslenzkt þjóðerni, hingu vora og aðra menningararfleifð. Og í þeim efnum eiga ungmennafélögin enn mikið °g veglegt hlutverk framundan, bæði þjóðræknis- og Þjóðræktarverk, og það eigi siður, nema fremur sé, þar sem hjartfólginn draumur vor um „Island frjálst — og Það sem fyrst“ er, góðu heilli, orðinn að virkileika. Lýðveldið unga gerir miklar kröfur til allra barna sinna Um þegnskap og þjóðhollustu, trúmennsku við lífrænar °g verðmætar erfðir og við þær þjóðfélagslegu hug- sjónir, sem til mestrar blessunar horfa landi og lýð. Jafnframt því og ég sendi öllum ungmennafélögum, bræðrum og systrum, hugheilustu kveðjur mínar og Velfarnaðaróskir á þessum merku tímamótum í sögu félagsskapar vors, kveð ég yður til dáða með orðum skáldsins: Vormenn íslands, vorsins boðar, vel sé yður, frjálsu menn! Morgunn skóga’ og rósir roðar, rækt og tryggð er græðir senn. Notið, vinir, vorsins stundir, verjið tíma og kröftum rétt, búið sólskært sumar undir sérhvern hug og gróðurblett!

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.