Skinfaxi - 01.11.1946, Síða 35
SKINFAXI
87
man ég að Dönum þótti fossinn stórfenglegur og víst
var liann fagur.
Þá var lialdið til hæðar, sem Grákall heitir. Geng-
uni við á liæzta hnjúk hennar. Þaðan gaf að líta út-
sýn, sem seint mun okkur úr minni líða. Sáum við
yfir hluta af Þrándheimsfirði og nærliggjandi hér-
uð, böðuð sólskini.
Land er hæðótt
og mjög skógi
vaxið, einkum
barrskógi. Það,
s?m gerir norskt
landslag sérstak-
lega frábrugðið is-
lenzku landslagi,
eru skógarnir. —
Þegar við komum
niður af hæstu
hæðinni, þágum
við beina i stór-
um og myndar-
legum skiðaskála.
— Víst er, að til
fjalla Noregs sæk-
ir æskan þor,
þrek, gleði og
gaman. Skemmti-
legt væri, hugs-
aði ég, að mega nú dvelja hér í Noregi að nýju, og
fá tækifæri til þess að dvelja t. d. í páskaleyfi til
fjalla, en þá nær fjallastrokið, liggur mér við að
segja, hámarki sinu. En ekki þýðir nú um þetta að
hugsa, nú erum við hér farfuglar, og ferðinni heitið
til Þrándheims aftur.
Seinni iiluta þessa dags skoðuðum við Niðarós-
dómkirkjuna, sérstætt listaverk, sem reist var til
7*
Hólel og félagshús ungmennafélag-
anna í Þrándheimi.