Skinfaxi - 01.11.1946, Síða 44
96
SKINFAXI
l>ands Suður-Þingeyinga skipa: Jón Sigurðsson, Arnarvatni,
formaður, Eysteinn Sigurjónsson, Húsavík, ritari, Hlöðver Hlöð-
versson, Björgum í Kinn, gjaldlteri, Sigfús Jónsson, Einars-
stöðum, varaformaður og Haraldur Jónsson, Einarsstöðum, með-
stjórnandi. Formaður skólaráðs Laugaskóla er Ivristján Jóns-
son bóndi í Fremstafelli.
Um nokkurt skeið hafði verið unnið að íþróttavallargerð
á Laugum. Var nú hert á þvi verki, svo völlinn var hægt
að taka til notkunar í vor. Hann var gerður af Héraðssam-
handi Suður-Þingeyinga og
liéraðsskólanum, með til-
styrk íþróttanefndar ríkis-
ins. Reyndist hann hinn á-
gætasti, eins og siðar verður
vikið að.
Héraðssamband Suður-
Þingeyinga reisti nokkur
stór veitingatjöld sitt hvor-
um megin við ána, sem renn-
ur skannnt vestan við skól-
ann, og ásamt þeim, stóran
setuliðsskála. Voru þeir
gerðir hvítir og fóru því vel
á meðal tjaldanna. Á öðrum
staðnum var seldur matur
en kaffi og öl á hinum. Marg-
víslegur annar undirbúning-
ur var þarna gjörður, sam-
komugestum til þæginda.
Jón Sigurðsson. Var öllu vel og smekk-
lega komið fyrir. Aðal-
liliðið á samkomusvæðinu var fagurlega skreytt með viði og
lyngi. Yfir þvi var komið fyrir spjaldi, sem á var letrað stór-
um stöfum:
Vormenn velkomnir!
U.M.F.Í. — Vaki menning — H.S.Þ.
Heill hreysti og dug!
Að öllum þessum undirbúningi unnu þeir einkum úr stjórn
sambandsins um iangan tima: Jón á Arnarvatni, bræðurnir
Haraldur og Sigfús á Einarsstöðum og Hlöðver á Björgum í
Iíinn. Þá vann Haraldur Magnússon skólastjóri á Dalvík að