Skinfaxi - 01.11.1946, Síða 47
SKINFAXI
99
inn staður liér á landi vera slíkum kostum búinn til þess
að lialda íþróttamót á.
Mótið hefst.
Landsmótið hófst kl. 10 árdegis ,með skörulegri setningar-
ræðu samhandsstjóra U.M.F.Í., sr. Eiríks J. Eirikssonar á Núpi.
Kauð hann keppendur og gesti velkomna og ræddi um gildi
þessara móta. Atliöfn þessi fór fram sunnan við héraðsskól-
ann. íþróttafólkið allt og nokkur hundruð mótsgestir, sem þá
voru komnir að Laugum, söfnuðust saman í brekkuna umhverf-
is tjörnina sunnan við skólann. Síðan var farin skipuleg hóp-
ganga út á hinn nýja iþróttavöll og var fáni borinn fyrir fylk-
ingunni. Þar hófst forkeppni i flestum íþróttagreinum móts-
ins, sem stóð allan daginn, nema livað lilé var kl. 12—13,30.
— Tvær og þrjár íþróttagreinar fóru samtímis fram. Iíeppnin
ó vellinum stóð til kl. 17. Þá hafði Þuriður Ingólfsdóttir frá
Héraðssambandi Þingeyinga sett íslandsmet í 80 metra hlaupi.
Hljóp hún vegalengdina á 11 sek.
íþróttavöllurínn reyndist mjög vel. Ilann var nýlega sleginn
og harður, enda þótt rigningasamt væri um alllanga hrið fyr-
ir mótið. Umhverfis iþróttavöllinn á þrjá vegu eru lyngivaxn-
ar brekkur, en opið til suðurs. Grasbekkir höfðu verið hlaðn-
ir meðfram honmn í brekkunni að austan. — Áhorfendasvæð-
ið er þvi sérlega gott og var þess nú notið í rikum mæli,
Sr. Eiríkur J. Eiríksson, sambandsstjóri U.M.F.Í., setur mótið.