Skinfaxi - 01.11.1946, Qupperneq 49
SKINFAXI
101
ungniennafélaganna, en fyrsta Umf. var stofnað á Akureyri
14. janúar 1906. Það var því ein ástæðan til þess, að mótinu
var valinn staður á Norðurlandi, að þar stendur vagga ung-
uiennafélaganna.
Skiptust þar á almennur söngur og stuttar ræður. Meðal
ræðumanna voru: Björn Guðmundsson, kennari, Núpi, Helgi
Vaitýsson, Akureyri, Stefán Runólfsson frá Hólmi, sr. Pétur
Ingjaldsson, Höskuldsstöðum. Fundarstjóri var sr. Eiríkur J.
Eiríksson sambandsstjóri. Milli þess að ræður voru fluttar stóð
niannfjöldinn upp og söng ættjarðarljóð. Myndaðist þar reglu-
legur þjóðkór og var stjórnandi hans Þórarinn Þórarinsson,
skólastjóri á Eiðum. Var rösklega tekið undir og sungið af
miklu fjöri í kvöldkyrrðinni. Þar var og komin Lúðrasveit
Akureyrar, sem lélc með, undir stjórn Wilhelms Lanzky-Otto,
°g setti hún vissulega svip sinn á hátiðahöldin. Hún lék svo af
og til allan sunnudaginn við góðan orðstir.
1 upphafi þessarar samkomu var 51. sambandsþingi U.M.F.Í.
slitið og lauk þvi með þeirri tillögu sambandsstjórnarinnar
að gera Björn Jalcobsson, skólastjóra íþróttakennaraskólans á
Laugarvatni, að lieiðursfélaga U.M.F.Í, vegna langra og giftu-
rílcra starfa lians fyrir íþróttamálin i landinu. En þau eru
mörg og margvisleg og snerta ungmennafélögin verulega. Má
aðeins minna á, hverja þýðingu skóli sá, er hann stofnaði fyr-
ir um það bil 15 árum, hefur haft fyrir íþróttastarfsemi
Tjaldbúðir mótsgesta og veitingatjöldin.
8