Skinfaxi - 01.11.1946, Blaðsíða 56
108
SKINFAXI
Vikivakar dansaðir.
upphafi ákveðið að veita þremur fyrstu í liverri grein sér-
staka viðurkenningu. En með þvi verðlaunin, sem pöntuð voru
frá Svíþjóð, höfðu orðið nokkuð á eftir áætlun, varð að gefa
út nokkurskonar víxil handa hverjum einstakling, sem var
greiddur nokkru síðar.
Verðlaunaafhendingin fór fram við tjörnina og hófst kl.
23. Voru þar allir sigurvegararnir mættir og margt annarra
manna. Auk einstaldingsverðlaunanna voru ýmis sérverðlaun
veitt. Aðalverðlaunin — skjöldinn — hlýtur það samband,
sem flest stig fær á mótinu, og það varð að þessu sinni Héraðs-
samband Suður-Þingeyinga, sem vann mótið með 47 stigum.
Tók formaður þeirra Þingeyinga, Jón Sigurðsson á Arnar-
vatni við skildinum, ávarpaði samkomuna nokkrum orðum
og bað menn hrópa ferfalt húrra fyrir ungmennafélögunum
í landinu, og var það gert af miklum þrótti.
Þetta er í þriðja sinn, sem um þennan skjöld er keppt og
alltaf hefur hann haft vistaskipti. Hann var gefinn 1940 af
þcim systkinunum, Rannveigu og Ólafi Þorsteins, og það ár
unninn af Ungmennasambandi Kjalarnessþings á Haukadals-
mótinu. Ungmenna- og iþróttasamband Austurlands vann hann
svo á Hvanneyrarmótinu 1943 og Þingeyingar nú.