Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1946, Page 67

Skinfaxi - 01.11.1946, Page 67
SKINFAXI 119 Uðu mjög háttprýði fólksins og sögðust aldrei hafa verið á móti, sem hefði farið jafnvel fram og þó víða verið við lög- gæzlu. Fóikið fylgdist með iþróttunum af athygli og öðru því, sem fram fór á mótinu. Hvar sem keppni fór fram, þyrptist fólk að fullt eftirvæntingar. Þar var allur hugur þess. Tveir þjóð- kunnir menn, sem sóttu mótið, létu í ljós við mig álit sitt nieð ótvíræðum orðum. Annar sagði: Þetta er fegursta og glæsilegasta mót, sem ég hef verið á. Hinn sagði: Þetta var fegluleg hátíð. Þessi ummæli eru vissulega ánægjuleg. Vandinn er aðeins sá að gera betur næst. Að sækja alltaf fram, eins og landsmót Ungniennafélaganna liafa svo greinilega borið vitni um að Undanförnu. Þetta á að vera auðvelt. Ungmennafélagshreyf- higin er sterkari og fjölmennari nú en nokkru sinni áður og luin er samhent. Hún liefur vaxið af þessu landsmóti og sú Iiugsjón U.M.F.Í. er orðin að veruleika, að landsmót eru hald- m þriðja hvert ár, til skiptis í landsfjórðungunum, með al- incnnri þátttöku í þróttamanna úr flestum héraðssambönd- um U.M.F.Í. Næsta landsmót cr ákveðið á Austurlandi vorið 1949. Megi það enn hera æskunni og ungmennafélögunum glæsilegt vitni. Verða norsku ungmennafélögin heimsótt næsta sumar? Á síðasta sambandsþingi var stjórn U.M.F.Í. falið að at- huga, hvort unnt væri að koma á kynnisför ungmennafélaga til Noregs næsta sumar, til þess að tengja að nýju böndin niilli frændþjóðanna, og minnast með því 40 ára afmælis U.M.F.Í., sem verður á næsta sumri. Hugmyndin er, að þetta yrðu nokkrir glimumenn, sund- uienn, frjálsiþróttamenn og máske fimleikaflokkur. Einnig uienn, sem flyttu erindi um ungmennafélögin, land og þjóð °S sýndu myndir. Stjórn U.M.F.Í. hefur nú skrifað Noregs t’ngdomslag og spurzt fyrir um möguleika, til þess að taka á móti og skipuleggja slíka ferð i júnimánuði næstkomandi, er tæki um tvær vikur. Ungmennafélagar! Sendið Skinfaxa fréttir af félagslífinu og stuttar hugleið- ’ngar um áhugamál ykkar og viðfangsefni. Myndir af ýmsum Iramkvæmdum og mótum eru vel þegnar. 9*

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.