Skinfaxi - 01.11.1946, Page 68
120
SKINFAXI
15. sambandsþing U.M.F.I.
Ár 1946, fimmtudaginn 5. júlí, kl. 17, var 15. sambandsþing
U.M.F.Í. sett að Laugum í Suður-Þingeyjarsýslu. Sambands-
stjóri U.M.F'.Í., sr. Eiríkur J. Eiriksson, Núpi, setti þing-
ið með ræðu og minntist sérstaklega 40 ára afmælis ung-
mennafélaganna. Gat hann þess, að norsku og færeysku ung-
mennafélögunum hefði verið boðið að senda fulltrúa á
þingið og landsmótið í tilefni afmælisins, en þau hefðu ekki
getað þegið það vegna samgönguörðugleika.
Þessir voru kosnir forsetar:
Þórarinn Þórarinsson,
Þorgils Guðmundsson,
Björn Guðmundsson.
Ritarar:
Sigurður P. Björnsson,
Þorsteinn Eiriksson,
Ármann Helgason.
Fulltrúar. Sjá þingskj. 1.
I. Skýrsla stjórnarinnar. Daníel Ágústínusson ritari sam-
bandsins flut*i ítarlega skýrslu um störf U.M.F.Í. undanfarin
3 ár. Félög nú 180 með um 10 þús. félagsmenn. Skinfaxi gef-
inn út samkvæmt fyrirmælum sambandsþingsins 1943 og seld-
ur félögum á kr. 5. Stærð 10 arkir. Upplag 3500. Margir íþrótta-
kennarar starfað og náin samvinna um þá við Í.S.Í. siðustu
árin. Kjartan Jóhannesson og fleiri söngkennarar starfað að
söngkennslu hjá félögunum. Rannveig Þorsteinsdóttir hefur
leíkritasafn á vegum sambandsins. Unnið að skógrækt i Þrasta-
skógi. Skógarvörður Þórður Pálsson kennari í Reykjavík. Fé-
lögin skrá örnefni. Ritari minntist að lokum á blaðadeilur
þær, sem orðið hefðu um starfsemi U.M.F.f. í forföllum gjald-
kera las Dan. Ág. reikninga sambandsins fyrir s.l. 3 ár. Sam-
kvæmt þeim var niðurstöðutala rekstursreiknings 1943 kr. 45
þús., 1944 kr. 51 þús., 1945 kr. 80 þús. Tekjur og gjöld hafa svo
að segja staðizt á. Skuldlaus eign um s.l. áramót var 15.962.83.
Minningarsjóður Aðalsteins Sigmundssonar nam á sama tíma kr.
21.713.85. Umræður engar.
II. íþróttamál. Þorsteinn Einarsson íþróttafulltrúi, flutti
framsöguræðu um þróun iþróttamálanna síðustu árin og eink-
um störf íþróttanefndar ríkisins og framtíðarverkefnin. Mál-
inu vísað til íþróttanefndar.