Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1946, Page 84

Skinfaxi - 01.11.1946, Page 84
136 SKINFAXI Hcr eru gestir á góðum stað. Gegnum háfjall og titrandi blað skynjum vér boðskap vors lifs og vors lands, lærdóm íslands og skaparans. Eins er hér mikils um það vert, sem íslandi var með höndum gert. Vegna þess lifs, sem var lifað hér, er laufið svo fagurt, sem staðurinn ber. Héraðsins miðstöð er hamingjuprúð. Hafið þið gengið með lotning um Skrúð, drukkið þá angan, sem umhverfis var, ilm þeirrar fórnar, sem blómgaðist þar? Veizt þú, að húsin, sem hér eru nú, hér eru sprottin af einlægri trú, trú á sinn guð og sitt land og sinn lýð, lifandi trú, sem vinnur hvert stríð? í kirkjunni heyrðum vér eggjunarorð, sem ísland og ritningin leggja á borð: Ævin er dýr og af auðæfum full, en ekki er það mest að spinna gull. Hitt er meira að hliia að hvammi sinum og dvalarstað, rækta landið og sjálfan sig. — Sérðu guðsríkið kríngum þig? Mikil er auðlegð hins unga manns, og yndislegur er vegur hans, ef liann vinnur með alúð og dáð íslands guðvef og hamingjuþráð. Verið þér, ungu iþróttamenn, ötulir, frjálsir og hreinir í senn. Gangið í leikinn með drengskap og dáð, með djörfung og fórn skal markinu náð. Gjörið fagurt og gjörið rétt glaðir og heilir. Mótið er sett! Núpi, 23. júní 1946.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.