Skinfaxi - 01.11.1946, Page 85
SKINFAXI
137
Héraðsinótíii 1946.
Flest ungmennasamböndin héldu liéraðsmót á síðastliðnu
vori eða sumri. Eru þetta að vanda fjölmennustu samkom-
urnar í viðkomandi liéruðum. Þær eru venjulegast haldnar á
sama stað, ár frá ári, og hafa fengið á sig hefð. Hér verður
gefið stutt yfirlit um þau.
HÉRAÐSMÓT U.M.S. KJALARNESÞINGS
var haldið 1. og 2. júni. Mótið setti Gisli Andrésson, Hálsi,
formaður sambandsins.
Þátttakendur í íþróttum voru 21.
Úrslit urðu:
100 m. hlaup: Halldór Lárusson (Umf. Afturelding) 12 sek.
Hann vann einnig langstökkið (6.68 ni.), hástökkið (1.66 m.),
þrístökkið (12.46 m.), kringlukastið (31.02 m.) og spjótkastið
(42.64 m.).
400 m. hlaup: Sigurjón Jónsson (Umf. Drengur) 62 sek.
3000 m. hlaup: Þór Þóroddsson (Umf. Afturelding) 10:40.7
min.
Kúluvarp: Ásbjörn Sigurjónsson (Umf. Afturelding) 12.00 m.
Umf. Afturelding í Mosfellseveit vann mótið.
Auk þess tóku þátt í íþróttakeppninni, sem gestir, 4 menn
frá Umf. Reykjavikur, 1 frá U.Í.A. og 1 frá U.M.S. Eyjafjarðar.
HÉRAÐSMÓT U.M-S. BORGARFJARÐAR
var haldið að Þjóðólfsholti við Hvítá 14. júli. Ræðu flutti sr.
Leó Júlíusson að Borg. Nokkrir menn úr karlakórnum Fóst-
bræður sungu.
Úrslit urðu:
100 m. hlaup: Óttar Þorgilsson (Umf. Reykdæla) 11.8 sek.
Hann vann einnig 400 m. hlaup 53.8 sek. og 100 m. sund
frjáls aðferð 1:17,4 min.
3000 m. hlaup: Erlingur Jóliannesson (Umf. Brúin) 10:50,2
mín.
Langstökk: Birgir Þorgilsson (Reykdæla) 6.21 m. Hann vann
einnig 100 m. bringusund 1:28,4 min.
Þrístökk: Kári Sólmundarson (Umf. Skallagrimur) 12,92 m.
Iíann vann einnig kúluvarp 11,59 m.
Hástökk: Guðbrandur Skarphéðinsson (Umf. Dagrenning)
1.65 m.