Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1946, Page 93

Skinfaxi - 01.11.1946, Page 93
SKINFAXI 145 Frá félagslífinu. Hér verÖur greint frá nokkrum atriöum i starfi einstakra ungmennafélaga, samkvæmt skýrslum þeirra árið 1945. Ekki verður þó getið hinna almennu starfa, eins og málfunda, íþróttaiðkana, þátttöku í héraðsmótum og almennrar skemmti- starfsemi, er telja má einkenna starf félaganna yfirleitt, heldur verður drepið á það markverðasta, utan hinna sameiginlegu málefna. Umf. Reykjavíkur hélt marga kynningarfundi fyrir ung- mennafélaga viðsvegar af landinu, sem dvelja i Reykjavik að vetrinum. Einníg starfrækir það umfangsmikla íþróttakennslu og er reiðubúið að greiða fyrir ungmennafélögum utan af landi, er iþróttir vilja stunda í Reykjavik, án þess að verða þar félagsbundnir. Umf. Drengur í Kjós hefur að mestu lokið við byggingu fé- lagsheimilis síns, er hlaut nafnið Félagsgarður. Er þetta stór- myndarleg framkvæmd. Umf. íslendingur í Andakílshreppi endurbætti Hreppslaug. Umf. Dagrenning, Lundarreykjadal, vinnur að sundlaugar- byggingu. Unnin 176 dagsverk i þegnskylduvinnu. Bókasafn félagsins telur 1521 bindi. Umf. Reykdæla, Reykholtsdal, stæklcaði samltomuhús sitt verulega og bætti aðstöðu til íþróttaiðlcana, með þvi að koma þar fyrir búningsklefum og steypiböðum. Félagar unnu mikla þegnskylduvinnu. Umf. Grundfirðinga, Grundarfirði, gaf út handritað félags- blað. Sundfélagið Grettir í Bjarnarfirði vinnur að byggingu sam- komuhúss og er að ljúka veglegri sundlaugarbyggingu. Umf. Leifur heppni, Árneshreppi, er að hefja sundlaugar- hyggingu. Umf. Vorboðinn, Engihlíðarhreppi, gefur út handritað fé- lagsblað. Umf. Hjalti í Hjaltadal á tveggja ha. tún, er félagsmenn heyja. Gefur út handritað félagsblað. Umf. Reykhverfingur, Reykjahverfi, vann í sjálfboðavinnu 70 m. langa vegargerð að sundlaug sinni á Hveravöllum. Umf. Einherjar, Vopnafirði, sýndi sjónleikinn Ráðskonu Bakkabræðra fjórum sinnum. Vann 25 dagsverk að vegi að fyrirhugaðri sundlaug í Selárdal. Girti íþróttavöll sinn. Umf. Hróar í Hróarstungu vann 450 dagsverk að húsbygg- ingu sinni.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.