Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.11.1956, Side 1

Skinfaxi - 01.11.1956, Side 1
Skinfaxi III. 1956 Afmælishátíð UMFÍ Næsta suniar minnumst við 50 ára afmælis Ung- mennafélags íslands á Þingvöllum dagana 29. og 30. júní, en þar var félagið stofnað árið 1907, eins og kunnugt er. Verður þetta tíunda landsmót ungmennafétaganna og mun það verða með svipuðu móti og hin fyrri. Þar verður íþróttakeppni, knattleikar og ýmiss konar sýningar. En sunnudaginn 30. júní verður sérstök há- tíðadagskrá, þar sem minnzt verður stofnunar Ung- mennafélags Islands og starfa ungmennafélaganna. Störf þeirra hafa verið margvísleg og markað spor í menníngarsögu þjóðarinnar, enda hafa ýmsir af mæt- ustu mönnum hennar lagt þeim lið, og aðrir mótazt af þeim framfara- og þjóðernisanda, sem ælíð hefur þar ríkt. Og margt ungmennið hefur þar fetað sín fyrstu fótspor til þroska og manndóms. Því er oft haldið fram nú, að ungmennafélögin séu aðeins svipur lijá sjón samanborið við það, er þau voru fyrstu árin. En er það ekki vegna þess, að auð- veldara sé að átta sig á fortíð en samtíð. Það sést betur, sem gert hefur verið, en liitt, sem verið er að vinna að. Ég gæti trúað því, að aldrei hefðu ung- mennafélögiti þó verið jafn öflug og nú. Aldrei fyrr hafa fleiri skipað sér undir merki þeirra, og e. t. v. hefur aldrei verið meira starfað. Má i því sambandi benda á byggingu félagsheimila, íþróttavalla, sund- lauga og fl. og fl. En ný verkefni knýja sifellt á og krefjast úrlausnar, 7

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.