Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.11.1956, Qupperneq 4

Skinfaxi - 01.11.1956, Qupperneq 4
100 SKINFAXl flogið áður, en öll dásömuxn við flugferðina og liið afbraðsgóða starfslið á íslenzku vélunum. Næsta dag flugum við til Stokkhólms, og nú með franskri flugvél, mjög nýlegri. Við nutum útsýnisins yfir Suður-Sviþjóð og sænska skerjagarðinn, en áð- ur en vai’ði vorum við komin tii Stokkhólms. Okkur fannst þetta harla ótrúlegt. Fyrir rúmum sólarhring vorum við heima, en nú vorum við komin svona langt austur, og það svo til án þess að verða vör við ferða- lagið. Mikill er sá hraði, og mikil eru þau þægindi. I Stokkhólmi dvöldum vxð stutt, fórum siðan með járnbraut áleiðis upp í sænslcu dalina. Fæst okkar höfðu áður farið i járnbraut, en okkur féll einnig vel við þann farkost. Þetta var raíknúin braut og fór með 100—120 km. meðalhraða. Svo til allar járnbrautir Svíþjóðar eru rafknúnar, og sparast með þvi mikill gjaldeyi'ir. Á einum stað fór brautin i gegnum jai'ð- göng. Dimmdi þá lieldur en ekki, en það tók stutta stund. Leið okkar lá í gegnum mai’gar boi’gir á leið- inni, t. d. ókum við i gegnum Uppsali, hina frægu há- skólaborg. Alltaf var veðrið dásamlegt, og nutum við útsýnisins, sem víða var mjög fagurt. Fyrst og fremst var það hinn mikli skógur, sem vakti athygli okkar. Við ókum i gegnum mjög víðáttumikil skóglendi og var það nýstáileg sjón fyrir okkur, en nokkuð lield ég, að okkur fyndist þröngt umhverfis okkur við slík- ar aðstæður til lengdar. Við sáum einnig stóra bú- garða og víðáitumikla, bieika aki’a. Sífelll færðumst við nær áfangastaðnum og fyrr en varði vorum við komnir til Borlánge, en þar stigum við af lestinni og tókum áætlunarbifreið til Fornby. Þar tóku á móti okkur mótsstjórinn Alvar Linberg. Linbei'g kom hing- að á norrænu vikuna á Laugarvatni og er mörgum íslendingum kunnur. Þaina hittum við og finnsku þátttakendurna, þeir voru með sömu lest. Þar var Vasarna, en liann var fararstjóri finnska þjóðdansa-

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.