Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1956, Page 10

Skinfaxi - 01.11.1956, Page 10
106 SKINFAXI Félagsheimilið á Hvalfjarðarströnd Sunnudaginn 26. ágúst vai' vígt félagsheimili að Saur- bæ á Hvalfjarðarströnd. Þetta er mikið hús og vandað og er kostnaður við það orðinn 725.000 krónur. Rúm- mál hússins er 1630 m3, aðalsalurinn 16X8 m, leiksvið 6X8, ennfremur rúmgóður pallur fyrir veitingar, á lofti er fundarherbergi og bókageymsla en í viðbygg- ingu annarsvegar er eldhús en hinsvegar anddyri, snyrti- klefi og fatageymsla. 1 kjallara undir leiksviði er upp- hitunarklefi, búningsherbergi og geymsla. Húsið er hitað með loftblæstri. Vinna við húsið hófst 1953. Að byggingunni stóð Hvalfjarðarstrandarhreppur og Ung- mennafélagið Vísir. Formaður byggingarnefndar var Guðmundur Brynjólfsson oddviti á Hrafnabjörgum. Nú hefur þriggja manna húsnefnd tekið við stjórn hússins og er formaður hennar Halldór Sigurðsson, Olíustöðinni í Hvalfirði. Uppdrátt að húsinu gerði Gísli Halldórsson húsa- meistari. Yfirsmiður var Þorvaldur Brynjólfsson á Hrafnabjörgum. Húsið stendur á mel skammt austan við túnið í Saur- bæ. Lækur rennur milli hússins og túnsins og heitir Saurbæjará. Áin fellur þarna í þröngum gilskorningi og er lítill foss í henni skammt fyrir ofan húsið. Norðan v.ð húsið er rúmgott bílastæði, en þá tekur við melur gróðurlaus. Stutt er frá húsinu upp í skógivaxna Saur- bæjarhlíð og nær jafnlangt (um 500 m.) er niður að sjónum, ennfremur er viðlíka spölur heim að Saurbæ, dag. Héldum við til Stokkhólms. Okkar ferðalag var aðeins hálfnað. Við kvöddum hina norrænu vini okk- ar með þakklæti í huga. Frli.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.