Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.11.1956, Side 14

Skinfaxi - 01.11.1956, Side 14
110 SKINF\XI I Jóii Guðmuiidsson lióuiii á Kópsvatni Þann 19. mai síðastliðinn andaðist Jón Guðmundsson bóndi á Iíópsvatni i Hruna- mannahreppi, og var jarð- settur að Hruna 26. sama mánaðar, að viðstöddu miklu fjölmenni. Jón var fæddur 19. apríl 1896 að Þórarinsstöðum i Hrunamannahreppi. For- eldrar hans voru Guðmund- ur Jónsson frá Syðra-Seli og Valgerður Bjarnadóttir frá Tungufelli í sömu sveil. Ungur að árum fluttist Jón að Kópsvatni með for- eldrum sínum, og þar varð síðan heimili hans til dauða- dags. Árið 1930 gekk hann að eiga Maríu Hansdóttur frá Bryðjuholti, gáfaða ágætiskonu, sem reyndist manni sínum samhentur og traustur lífsförunautur og bjó hon- úm gott heimili. Þau eignuðust þrjá mannvænlega syni, Guðmund, Bjarna og Magnús, sem allir eru enn heima í föðurgarði. Jón tók við hálfri jörðinni af föður sínum, á móti Guðrúnu systur sinni og manni hennar. Þótt Jón byggi síðan allan sinn búskap á hálfri jörð- inni, hafði hann gott og farsælt bú. Hann vann líka stöðugt að því að rækta og bæta jörðina og byggja upp öll hús, ásamt vönduðu íbúðarhúsi. Jón var ekki heilsuhraustur, og kannske hefur hann

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.